Eimreiðin - 01.07.1955, Qupperneq 76
220
1 GÆR ...
EIMREIÐIN
Ég var enn svo hrædd, að ég þorði ekki að líta til lofts, en
þegar ég loks áræddi það, sá ég mér til undrunar, að sólin skein
í heiði, að himinninn hvelfdist blár og fagur yfir sumargrænu
landinu eins og fyrr. Og litli Þórður, hann brosti við mér, og
mér þótti sem hann vildi segja:
„Ösköp ertu kjánaleg, mamma mín. Veiztu ekki, að þetta
var bara venjuleg flugvél?"
Nei, ég vissi það víst ekki. Þetta var í fyrsta sinn, sem flug-
vél sást yfir Dageyri. Og ég fékk ekki alveg strax skilið, að hún
væri bara „venjuleg“. Kannske skildi ég það ekki enn.------
Mamma var að þvo bamarýjur, þegar ég kom lieim; sma-
vaxin kona, hæglát í framkomu, en þó vel djarfleg, og brosti
gjaman eins og ósjálfrátt, þegar eitthvað var henni andstætt.
„Hann litli Þórður sefur undir bæjarveggmun“ .. . Ég talaði
óvenju hratt, líkt og eldur brynni á mér. „Já:, hann sefur i
varpanum,“ sagði ég aftur. Síðan sagði ég: „Hann er svo mikið
myndarlegur . ..“ Ég sagði miklu meira, allt, sem mér hug-
kvæmdist að telja drengnum til ágætis. Mér var ekki sjálfrátt-
En mamma þekkti hug minn og vissi, hvað mér kom bezt. Hun
strauk vætuna af höndum sér, náði í prjónana mína og retti
mér þá, svo ég gæti haft af fyrir mér. Ekki var minnzt á það5
sem skeð hafði. Pabbi og mamma töluðu sjaldan um óvænta
atburði fyrr en nokkuð var mn liðið.
Kvöldið kom — og enn var pabbi að slá. Nú vissi hann á sig
þurrkinn, og þá gleymdi hann sér ævinlega við orfið. Ég gekk
út í slægjuna til hans með hrifuna mína. Það var í mér kulda-
hrollur, og mér þótti sem óhugnaðurinn frá í dag lægi enn 1
loftinu.
Pabbi reiddi orfið hratt, en þó mjúklega, og skildi hvergi eftn-
grastopp; grannur maður á vöxt, nokkuð stórfelldur í andhtij
svipurinn oftast alvörugefinn, en fól naumast í sér stjarfa eða
stirðnun.
Þegar ég lagðist fyrir í gærkveldi, þaut ljárinn enn í grasinu-
En söngur hans og niður bæjarlækjarins fékk ekki samþyð2*
hvellröddinni, sem smó hug minn. . . .
í gær. .. . Garðurinn gömlu læknishjónanna. Eitt vor vai'ð
enginn til að hirða um hann nema ég og hann Þórður í Hvarnnn-