Eimreiðin - 01.07.1955, Side 78
222
1 GÆR ...
EIMREIB'N
þyrluðu upp sjónum. Fjörðurinn var eins og rjúkandi hvíta-
mjöll til að sjá landa á milli.
„Það var mikið, að þú fórst ekki alveg með þig, Þórður,
sagði ég loks og tók ekki augun af rjúkandi sjónum.
„Hann kom ekki verulega á fyrr en ég var lagður af stað,‘
sagði Þórður líkt og annars hugar.
„Þú hefðir átt að snúa við,“ sagði ég og leit á Þórð. Hann
stóð þama harla ólíkur sjálfum sér, lotinn í herðum og nær
því sviplaus. Hann hafði skilið mig rétt. Ég gat sízt af öllu hugs-
að mér að verða konan hans.
„Jæja, ég tef þá ekki lengur,“ sagði hann eins og mest við
sjálfan sig og gekk til dyra.
Ég flýtti mér til hans, lagði hönd mína á öxl hans og sagðn
„Ég vil ekki, að við skiljum svona, Þórður. Ég vil ekki, að þn
farir strax frá mér.“
Hann horfði á mig þögull, og það var eins og hann þekkti
mig ekki lengur.
„Þórður, getum við ekki reynt að skilja hvort annað?“ sagði ég-
Hann rétti hægt úr sér, eins og með erfiðismunum, en samt
ákveðið, líkt og hann væri að rétta sig upp með þunga byrði,
sem þó tæpast mundi reynast honum ofurefli.
„Þórður,“ sagði ég, og það birti yfir rödd minni. „Ég veit,
að þú ferð ekki út í neina tvísýnu."
„Ég læt bátinn vera, ef það er það, sem þú átt við,“ sagð’
hann og svipur af brosi fór yfir andlit hans.
Mig langaði mest til að hjúfra mig upp að honum, eins og
hann væri bróðir minn. En hann var ekki bróðir minn lengur,
og mér var fyrirmunað að vefja hann örmum----------------.
Ég reyndi að skilja hann og setja mig í spor hans. En mér var
það lengi ofviða. Ég þekkti ekki þær tilfinningar, sem bærðust
í brjósti hans. Stundum fannst mér sem liann hefði brugðizt
vináttu minni. Ég skildi hann ekki að neinu ráði fyrr en
liðnum síðustu jólum. Og þó hef ég kannske aldrei skilið hanu
til fulls. Hann var ekki tvær persónur eins og ég. Hann var
bara ein mannvera. Ég hafði litla Þórð.
Gullið geislaregn streymdi um opinn gluggann og féll á sæng-
ina okkar litla Þórðar. Hugur minn hvarf allur til drengsins.