Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 91
EIMREIBIN
HIMNESK ÁST
-------------- 235
Ég fvlgdi henni heim. Það hærði ekki nokkur lifandi sála á
Set 1 húsinu eða í kringum húsið. Ég stóð fyrir utan þröskuld-
|IU|' hún fyrir innan. Hún hafði þétta, mjúka hönd, sem hún
i rýsti með eitt andartak og losaði svo takið milt og hæversklega
eins °g til að styggja ekki neinn. Ég hélt í hönd hennar lengur
en eg var vanur. Ég fann, að það var eitthvað að brjótast út
já mér, að það varð nú að hrökkva eða stökkva. Þegar hún
';i1 losa takið, sem var óvenju seint, það má hún eiga, þá
Prýsti ég sem fastast og dró hana til mín. Hún hefur sjálfsagt
■ ri séð, hvernig augun í mér glóðu af ást í myrkrinu.
«Nei,“ sagði hún i hálfum hljóðum, „þú mátt þetta ekki.“
Eg hafði ekki tekið eftir því, að hurðin var fallin til hálfs að
stöfum á milli okkar, og þegar ég dró að mér höndina, fylgdi
hurðin með.
)5Dúdda,“ sagði ég bara og lagði alla þá sorg og ástúð í rödd-
llla) sem ég átti til og sleppti svo hönd hennar. Hún opnaði svo
urðma aftur í hálfa gátt, eftir að hún var orðin frjáls, svo sem
1 viðui'kenningarskyni, að ég væri ekkert óargadýr, sagði góða
nótt, og svo féll hurðin að stöfum.
-Ég veit ekki, hvort þú baðar þig nokkurn tíma, Þóroddur, eða
v°rt þú hefur nokkurn tíma fengið yfir þig kalt en óvænt
steypibað, þegar vatnsskiptingin í baðkerinu hefur verið vitlaus
°g þú hefur búizt við, að vatnið kæmi í rólegheitum úr kran-
|Ulum. En ef þú hefur svo mikið ímyndunarafl, að þú getur
ugsað þér að vera hundur, sem skvett er á fullri fötu af vatni,
Pa kemstu nærri um sálarástand mitt þetta kvöld. Hvort ég hafi
agt skyrtuna á réttan stað og buxurnar í brot læt ég ósagt, en
ta nótt hugsaði ég mér, að nú væri komið nóg af svo góðu.
Ua sem vit væri í, væri að taka saman föggur sínar og hverfa
a r»tt sem skjótast.
En
°n nótt getur gert kraftaverk, læknað sár og grætt mein.
ekki væri nóttin, þá væri sjálfsagt framið helmingi meira
s)álfsmorðum í heiminum en nú er, og ég væri einn í þeirra
11' Nlaður er endurfæddur að morgni, upprisinn. Himinninn
er heiður og blár, og maður andar í sig nýjum lífsþrótti með
SValandi morgunloftinu.
^e^ur sjhlfsagt verið kvöldið eftir, sem ég gerði sem mest
gamni mínu við Dúddu og vinkonu hennar, hana Ástu. Og