Eimreiðin - 01.07.1955, Side 94
238
HIMNESK ÁST
eimkeiðip*
anzað nema já og nei. Svona sátum við til klukkan tvö. Ég hall-
aði mér upp að hægindinu hálfdottandi og Ásta hallaðist þétt
upp að öxlinni á mér. Stundum leit hún framan í mig og hristi
mig til og sagði, að það væru leiðinlegir menn, sem væru skotnu'-
Ég tók utanum Ástu, þegar ég stóð upp, svona rétt til að styðja
mig. Maður var hálf niðurdreginn, eins og þú getur hugsað þei-'
Hún var hörð og stíf átöku. Þar vantaði mjúkleikann og holdin-
Ég hafði satt að segja ekki tekið eftir þessu um kvöldið. Nerna
hún hallaði sér svo þétt upp að mér um leið og ég stóð upp, að
ég datt ofan í sófann aftur. Ég var nú aldrei nema maður, jafn-
vel undir svona sorglegum kringumstæðum. Manni er það ein-
hvemveginn í blóðið borið að láta aldrei góð tækifæri ganga ur
greipum sér, einkum þegar ung og velviljuð stúlka er annars
vegar. Svo að ég kyssti hana og þakkaði henni fyrir kaffið. En
ég held annars, að það hafi bara verið af leti, af því að ég nennti
ekki að standa strax upp aftur.
Loksins man ég, að ég hristi af mér mókið og lagði af stað-
og Ásta veifaði til mín úr dyrunum með úfið hár. Það þarf svo
fjarska lítið til að kvenmannshár ýfist, eins og þú veizt.
Og hvað kemur svo? Jú, það vom leitirnar. Sem utanhéraðs-
maður fór ég ekki í leitir. En það hafa alltaf verið mínar beztn
skemmtiferðir um dagana. Geturðu hugsað þér nokkuð jafn dýr-
legt og sjá fjárhópana streyma um hlíðir og grundir dalanna?
Það er á að lítar eins og fljót og lækir, sem renna saman í eitt
vatn. Safn heitir það. Það er einhver haustblær við orðið. Dúdda
fór ekki heldur í leitir. Við mynduðum tvö ein safn út af fyrir
okkur. Við fengum okkur bát og remm yfir fjörðinn. Ég passaði
það að snúa ekki á Dúddu og var alltaf að skyggnast um eftn-
leitarmönnum. Það sást bara fólkið, sem smalaði heimahagana-
Það er lítið varið í það. Til þess eru helzt notaðir stelpuræfla1-
og ónytjungar.
Við bundum bátinn við stóran stein í fjörunni. Um leið og
Dúdda steig upp á borðstokkinn og ætlaði að stökkva upp a
þurrt, lagðist báturinn á hliðina, svo að ég fékk hana í fangið-
Guðdómlegt augnablik. Ég var nærri rokinn aftur á bak.
„Það er ekki alltaf svo auðvelt að stökkva út úr bát,“ sagði ég
og sníkti mér bros og leiftrandi augnatillit.