Eimreiðin - 01.07.1955, Side 130
274
KONAN MÍN ROSSNESKA OG ÉG
EIMRE®iN
imar. Henni varð svo mikið um þær, að hún hné niður í stól og
var lengi að jafna sig aftur eftir geðshræringuna, sem hún komst 1.
Eftir þriggja ára bann við því að mega heimsækja móður konU
minnar og systkini, flýtti ég mér heim til þeirra úr skilnaðarhófi.
sem okkur var haldið hjá sendiherra Pakistan. Ég hafði orðið óvilj'
andi orsök í miklum þrengingum þessarar góðu og guðhræddu
konu og fólks hennar, með því að kvænast dóttur hennar. Þegar
hún kvaddi okkur, gaf hún mér blessun sína með þessum orðum:
— Ég gef þér dóttur mína og dótturdætur. Farið í friði og gu'ð
veri með ykkur alla tíma.
Við Tamara og dæturnar okkar tvær fórum með rússneskri flug"
vél frá Moskva til Helsingfors í Finnlandi og þaðan áfram til
Bandaríkjanna. Þegar við stigum út úr flugvélinni í Helsingfors,
beygði ég mig niður, tók upp handfylli af finnskri mold og bar
að vörum mér.
Þetta var víst ærið bamalegt af mér, og Tamara spurði, hvað
ég væri að gera. Ef til vill fannst henni þessi táknræna athöfn
mín dálítið undarleg. En sannarlega ann hún frelsinu ekki síður
en ég, eins og táknrænt kom fram á annan og enn broslegri hátt
ári eftir að við komum til Bandaríkjanna. Við vorum nýkomin út
úr opinberri skrifstofubyggingu, þar sem Tamara hafði verið að
enda við að veita móttöku skírteini um, að hún væri orðin banda-
rískur þegn. Við fórum inn í veitingastað til þess að fá okkur
hressingu í tilefni dagsins. Tamara drakk í botn úr glasi sínu og
sagði um leið hátt og hátíðleg á svip:
— Ég held, að Eisenhower forseti sé reglulegur lúsablesi!
— Þér er ekki alvara, sagði ég steinhissa.
— Nei, sannarlega er mér ekki alvara, svaraði hún og brosti,
en hvílík nautn er að mega segja annað eins og þetta, án ÞesS
að eiga nokkuð á hættu, annað en það þá helzt að verða sjálfum
sér til minnkunar.