Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1955, Page 130

Eimreiðin - 01.07.1955, Page 130
274 KONAN MÍN ROSSNESKA OG ÉG EIMRE®iN imar. Henni varð svo mikið um þær, að hún hné niður í stól og var lengi að jafna sig aftur eftir geðshræringuna, sem hún komst 1. Eftir þriggja ára bann við því að mega heimsækja móður konU minnar og systkini, flýtti ég mér heim til þeirra úr skilnaðarhófi. sem okkur var haldið hjá sendiherra Pakistan. Ég hafði orðið óvilj' andi orsök í miklum þrengingum þessarar góðu og guðhræddu konu og fólks hennar, með því að kvænast dóttur hennar. Þegar hún kvaddi okkur, gaf hún mér blessun sína með þessum orðum: — Ég gef þér dóttur mína og dótturdætur. Farið í friði og gu'ð veri með ykkur alla tíma. Við Tamara og dæturnar okkar tvær fórum með rússneskri flug" vél frá Moskva til Helsingfors í Finnlandi og þaðan áfram til Bandaríkjanna. Þegar við stigum út úr flugvélinni í Helsingfors, beygði ég mig niður, tók upp handfylli af finnskri mold og bar að vörum mér. Þetta var víst ærið bamalegt af mér, og Tamara spurði, hvað ég væri að gera. Ef til vill fannst henni þessi táknræna athöfn mín dálítið undarleg. En sannarlega ann hún frelsinu ekki síður en ég, eins og táknrænt kom fram á annan og enn broslegri hátt ári eftir að við komum til Bandaríkjanna. Við vorum nýkomin út úr opinberri skrifstofubyggingu, þar sem Tamara hafði verið að enda við að veita móttöku skírteini um, að hún væri orðin banda- rískur þegn. Við fórum inn í veitingastað til þess að fá okkur hressingu í tilefni dagsins. Tamara drakk í botn úr glasi sínu og sagði um leið hátt og hátíðleg á svip: — Ég held, að Eisenhower forseti sé reglulegur lúsablesi! — Þér er ekki alvara, sagði ég steinhissa. — Nei, sannarlega er mér ekki alvara, svaraði hún og brosti, en hvílík nautn er að mega segja annað eins og þetta, án ÞesS að eiga nokkuð á hættu, annað en það þá helzt að verða sjálfum sér til minnkunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.