Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1955, Page 134

Eimreiðin - 01.07.1955, Page 134
Sigfús Blöndal: VÆRINGJA- SAGA. Rvík 1954 (fsaf. h.f.J. Höfundur þessarar bókar var sjálf- ur einn meðal væringjanna í fræða- heimum íslendinga á fyrri hluta þessarar aldar. Auk þess að vera magister í latinu, grísku og ensku að háskólamenntun, var hann fjöllesinn og fjölfróður um Island og íslenzk fræði, ekki sizt þau, er varða ferðir Islendinga erlendis á Miðöldum. Rit þau, er hann hefur gefið út, og sam- ið, sýna þetta ljóslega. Drottningin í Algeirsborg og önnur kvæði, ljóða- bók hans frá árinu 1917, einkennist af þessari þrá væringjans. Svo er og um þessa síðustu bók hans, sem út kom, að honum látnum, fyrir jólin síðustu — og fjallar um sögu nor- rænna, rússneskra og enskra her- sveita í þjónustu Miklagarðskeisara á Miðöldum. Sigfús Blöndal er síð- asti íslendingurinn af gamla skólan- um, sem þýðir forngrísk ljóð beint úr frummálinu, En hann getur líka brugðið því fyrir sig að þýða ljóð beint úr torskildum þjóðtungum, svo sem rússnesku. Lengst mun nafn hans ef til vill geymast sem aðal- höfundar hinnar miklu íslenzk- dönsku orðabókar (1920—24), en er einnig tengt mörgum öðrum útgáf- um og merkum, sem of langt yrði hér upp að telja. Þótt hann dveldist mestan hluta ævinnar erlendis, áttu íslenzk fræði og bókmenntir mest ítök í hug hans, og þeim helgaði hann mikið af starfsþreki sínu, auk þeSS sem hann var lektor við Kaupmanna- hafnar-háskóla í islenzku nútíðarmáh um margra ára skeið. Við erlenda fræðimenn víðsvegar um heim atti hann margvisleg skipti, og kom þekk- ing hans og hjálpfýsi þeim oft að góðu haldi, einkum i íslenzkum efn- um, eins og sjá má í ritum þeirra sumra. Nægir þar að benda á uin- mæli Berthu S. Phillpotts, háskóla- kennara í Cambridge, í formála hennar fyrir hinni veglegu ensku ut- gáfu af Sögu Jóns Ólafssonar India- fara, í tveim bindum (1923 og 1932)> sem er meðal útgefinna rita hins nafnkunna Hakluyt-félags í Lundun- um. En hina íslenzku sögu J°nS Indíafara hafði Sigfús gefið út all- löngu áður, á árunum 1908—09, °S eftir þeirri útgáfu var hin enska þýðing gerð. Væringjasögu er skipt í tólf kafla, og eru í siðasta kaflanum tilvísanu í rit, heimildaskrá, listi um Mikla' garðskeisara á tímabilinu 829—1453 og eftirmáli Jakobs magisters Bene- diktssonar, sem virðist, sanikvsenú eftirmálanum, hafa lesið prófarkir af bókinni og gengið frá tilvísunum, sem sumar voru aðeins til í uppkastl frá höfundarins hendi, er hann lé'/.b 19. marz 1950.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.