Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 16
KENNSLA HEIMA OG Í SKÓLA
Tafla 2
Böm yngri en tíu ára sem nutu opinberrar fræðslu 1903-1930.
Hlutfall af öllum börnum sem nutu opinberrar fræðslu
nokkur valin skólaár
Skólaár %
1903-1904 30,3"
1914-1915 7,9
1919-1920 8,4
1924-1925 8,0
1930-1931 22,3
* Tæpur sjöttungur „barna yngri en tíu ára" var yngri en sjö ára; þessi síðarnefndu eru
talin með í töflunni vegna þess að fræðsluskýrslur eftir 1907 gera ekki mögulegt að
greina þau frá öllum börnum yngri en tíu ára.
Heimildir: Guðmundur Finnbogason 1903:14, Barnafræðsla árið 1914-1915:10-11, 22-23,
Barnafræðsla árin 1916-1920:8-9,20-21, Barnafrxðsluskýrslur árin 1920-1966:16.
Hvað varðar fjölda þeirra barna, sem nutu annaðhvort kennslu í farskóla eða heima
undir eftirliti, gætir allmikilla sveiflna frá einu árabili til annars. Fjöldi barna sem
naut heimafræðslu náði hámarki skólaárið 1918-1919 - afleiðing þeirrar dýrtíðar og
efnahagskreppu sem fylgdi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri (Barnafræðsla árin
1916-1920:6*). En til lengdar einkenndist þróunin af því að þeim börnum, sem
kennt var í farskóla eða heima, fækkaði hægt og sígandi.
Tvo fyrirvara verður að hafa við túlkun á þeim niðurstöðum sem Tafla 1 sýnir.
I fyrsta lagi innifela tölurnar ekki öll fræðsluskyld börn tíu ára og eldri skv. skil-
greiningu fræðslulaganna 1907.3 Samanburður við gögn frá manntalinu 1920 leiðir í
Ijós að af öllum börnum 10-13 ára nutu um 20% engrar opinberrar kennslu skóla-
árið 1920-1921 (Barnafræðsluskýrslur árin 1920-1966:17).4 Stærsti hluti þeirra barna
3 Átt er við þá árganga barna sem áttu rétt á að njóta fræðslu á kostnaö sveitarfélags og ríkis. Um er að ræða
fjóra árganga barna, á 11., 12., 13. og 14. aldursári. Meö fræðslulögunum 1926 var svo ákveðið að skóla-
skyldualdur skyldi miðast við nýár.
4 Af þessum börnum kunna einhver að hafa notið einkakennslu í eiginlegum skilningi, þ.e. aðkeyptrar kennslu á
eigin heimili eða utan. í Reykjavík voru á þessu tímabili starfræktir tveir einkaskólar: Landakotsskólinn (stofn-
aður 1897) og Barna- og unglingaskóli Ásgríms Magnússonar (stofnaður 1904). Á öðrum áratug aldarinnar
voru nemendur Landakotsskóla um 110 talsins (samanborið við 1100-1200 nemendur í Barnaskóla Reykja-
víkur, „Miðbæjarskólanum") og eru þeir taldir með í þeim hagskýrslum sem stuðst er við í þessari grein
(Bamafræðsla árin l916-20:\6-\7). Þetta gildir aftur á móti ekki um þau u.þ.b. 70 börn sem sóttu að jafnaði
barnaskóla Ásgríms Magnússonar. Þegar leið á tímabilið, voru börn undir tíu ára aldri raunar orðin þar í
miklum meirihluta (Guðlaug Teitsdóttir 1980 [ópr.1.10,17).
14