Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 12
KENNSLA HEIMA OG í SKÓLA menntunarsögunni. Til skamms tíma hefur það þótt sjálfsagt að tengja formlega menntun eindregið við staðbundna skólavist, en slíkt verður trúlega af eftirkom- endum álitið eitt dæmi af mörgum um skringilegheit tuttugustu aldarinnar! I þessari grein er ætlunin að taka til athugunar þátt heimila í barnafræðslu á fyrstu þremur áratugum aldarinnar þegar opinber skólavæðing var komin á fulla ferð á Islandi en takmarkaðist þó enn að mestu leyti við börn tíu ára og eldri. Tímabilið sem er til athugunar markast af setningu fyrstu almennu laganna um fræðslu barna (1907) og síðan nýrri lagasetningu um þetta efni tæpum tveimur áratugum síðar (1926). Athugað verður hvernig samstarf heimila og skóla var hugsað og horfði við frá sjónarhóli yfirvalda á þessu tímabili. Lauslega verður kannað hver munur var á skólasókn og skólavist barna eftir eðli byggðar (þétt- býli/dreifbýli) og að hvaða marki skóli var sóttur af yngri börnum sem áttu ekki rétt á ókeypis skólavist lögum samkvæmt. í ljósi þessa verður athugað hvernig sambandi heimila og skóla var háttað, einkum með tilliti til þeirra væntinga sem bæði lög og skólamenn höfðu um undirbúningsfræðslu barna heima áður en þau hæfu formlegt skólanám. MÁLAMIÐLUNIN 1907 - TENGING HEIMAFRÆÐSLU OG SKÓLAFRÆÐSLU Olíkt því sem gerðist á öðrum Norðurlöndum var það fyrst í upphafi þessarar aldar (1907) að við Islendingar eignuðumst almenna löggjöf um fræðslu barna (Haue o.fl. 1986:35-36, Richardson 1992:30-37, 68-72). Sem kunnugt er mátti fullnægja fræðsluskyldukröfum þessara laga án þess að börn stunduðu skólanám í eiginleg- um skilningi. Einstök sveitarfélög máttu velja um þrenns konar fræðsluform, þ.e. a) fastan skóla, b) farskóla, c) heimafræðslu undir eftirliti opinbers kennara. Fræðslu- form a) var aðallega ætlað umdæmum í þéttbýli (skólahéruðum) en hin tvö síðar- nefndu umdæmum í dreifbýli (fræðsluhéruðum). Börn 10-14 ára í skólahéruðum skyldu sækja fasta skóla minnst sex mánuði á ári en börn í fræðsluhéruðum far- skóla minnst tvo mánuði árlega. Þrátt fyrir þennan mikla mun á árlegri lengd skóla- göngu gerðu lög ráð fyrir því að börn svöruðu nokkurn veginn sömu kröfum á prófi í grunngreinum, óháð því hvort þau hefðu notið skólakennslu lengur eða skemur eða alls ekki. Öllum börnum 10-14 ára var skylt að ganga undir próf á hverju vori í viðurvist opinbers prófdómara. Þær kunnáttukröfur sem börnin áttu að standast við lok fræðsluskyldu voru tilgreindar í 2. gr. laganna og útfærðar nánar í Reglum um barnapróf sem fræðslumálastjórnin setti árið 1908 (Lög um fræðslu barna 1907, Lög og fyrirskipanir 1910:28-32). I meginatriðum helgaði Alþingi með þessari löggjöf þá þróun sem hafði átt sér stað í málefnum barnafræðslu á undangengnum áratugum, einkum eftir að sett voru lög árið 1879 um kunnáttu barna í skrift og reikningi sem fermingarskilyrði. Á þessu milliskeiði hafði hvert sveitarfélag verið sjálfráða um hvort og þá hvers konar þjónustu það léti aðstandendum barna í té við að uppfylla lögbundnar kröfur um fræðslu þeirra. í reynd komst þá á sú skipan að fastir skólar voru starfræktir í 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.