Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 81

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 81
JÓN SiGURÐSSON GÆÐAMAT I HASKOLASTARFI Umhugsunarefni varðandi háskólamál / þessari grein er fjallað um nokkur mikilvæg atriði og skilgreiningarefni sem varða gæða- mat í háskólastarfi, þróunarstjórnun og skyld mál. Mjög vaxandi kröfur eru gerðar til fræðslustofnana um árangur og umbótastarf. Sérstök athygli beinist að skilgreiningu gæða í fræðslustarfinu og að gæðastjórnun á þessu sviði. Markmið með greininni er einkum að taka helstu málsatriði saman í tiltölulega stutt yfirlit, tengja og skýra nokkur hugtök og að lýsa þvíferli sem fylgt er við slík verkefni um þessar mundir hérlendis. Einnig verður getið um nokkur sérstök vandamál og viðfangsefni sem bíða frekari úrvinnslu, en slíkt á m.a. við um grundvallarþætti ískilgreiningu gæðahugtaksins á þessu mikilvæga sviði. Umræður hófust að verulegu marki hérlendis undir lok níunda áratugarins um gæðastjórnun í fræðslustarfi og um gæðakröfur til skólastofnana, og þá jafnframt um vísvitaða þróunarstjórnun í skólakerfinu. Eins og iðulega hefur orðið var þetta endurómur þróunar í nágrannalöndunum. I raun og veru eru slík umræðuefni ekki aðeins vitnisburður um áhyggjur af gangi mála heldur eru þær alls ekki síður styrkleikamerki. Þær sýna það m.a. að fræðslukerfið telur sig geta mætt kröfum sem til þess eru gerðar og staðist þær. En síðast en ekki síst sýna þessar umræður að almennt er viðurkennt að fræðslustarfið verður að lúta tilteknum skýrt mótuð- um markmiðum, verður stöðugt að þróast og breytast, sífellt að laga sjálft sig að breytilegu umhverfi og breytilegum og nýjum þörfum menningar, þjóðlífs, at- vinnulífs og samfélags. Hér verður fjallað um þessi efni eins og þau koma höfundi fyrir sjónir snemm- árs 1996. Að sinni verður aðeins fjallað um háskólastigið, en það hefur sem kunnugt er verið í hraðri mótun hér á landi. Nú þegar eru starfræktar á Islandi nokkrar helstu tegundir háskólastofnana sem einkum tíðkast á Vesturlöndum. Er þá átt við í fyrsta lagi „vísindasetur", „fjölfræðasetur" eða „alfræðasetur", en um slíkar stofn- anir nota grannar okkar aðallega orð leidd af latneska orðinu universitas, svo sem université, Universitdt og university. í öðru lagi er þá átt við „rannsóknarstofnanir" ýmsar; í þriðja lagi „stjórnsýsluskóla", en tvö erlend dæmi um þá mætti nefna: Beamtenhochschule og École National d'Administration. í fjórða lagi er þá átt við „fagháskóla" eða „sérháskóla" sem á erlendum málum eru nefndir t.d. Hochschule, college, hojskole og teknikum; og í fimmta lagi „svæðismiðstöð" eða „héraðsháskóla" sem á erlendum málum kallast t.d. community college, distriktslwjskolc og universitets- center. Verður hér ekki farið lengra með skilgreiningar um háskólastigið almennt þótt vert sé, þar eð alkunna er að um þessi efni ríkja óþarfar efasemdir hérlendis og Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 5. árg. 1996 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.