Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 14
KENNSLA HEIMA OG Í SKÓLA
lögbundna réttar, skorti enda reynslu og þjálfun í félags- og fundarstörfum (Skóla-
blaðið 1908 (2,14):54). Strax árið 1908, þegar lögin tóku gildi, kom fræðslumála-
stjórnin til móts við ítrekaðar óskir fræðslunefnda að hún léti þeim í té samræmda
fyrirmynd að fræðslusamþykkt. Þar með voru íbúar í hverju héraði leystir að
nokkru leyti undan þeirri ábyrgð sem þeim bar lögum samkvæmt. Hið eina sem
þeir þurftu upp frá þessu að taka sjálfstæða afstöðu til var hvort starfrækja ætti
farskóla eða eftirlitskennslu í héraðinu og í hve margar vikur á ári ætti að bjóða
börnunum upp á farkennslu (Skólablaðið 1908, (2,18):75-76, Skjöl nr. 84).
Það var ekki ágreiningsefni milli heimafræðslusinna og skólasinna að heimilin
skyldu gerð ábyrg fyrir kennslu barna til tíu ára aldurs. Kröfurnar, sem voru með
þessu móti gerðar til heimilanna, hljóðuðu upp á það að hvert heilbrigt tíu ára barn
skyldi vera „nokkurn veginn læst og skrifandi..." (Lög um fræðslu barna 1907,1. gr.).
Ef húsbændur fullnægðu ekki þessum kröfum, skyldi börnunum komið fyrir
annars staðar á kostnað hinna fyrrnefndu. í reglugerð fastra skóla mátti þó ákveða
annan hátt á kennslu yngri barna og eins var skólanefnd heimilt að sækja um leyfi
til að stytta árlegan námstíma um einn mánuð til að rýma fyrir kennslu 8-10 ára
barna haust eða vor (Lög um fræðslu barna 1907, 1. og 6. gr.). En hin almenna laga-
regla var sú að heimilin skyldu annast fræðslu yngri barna.
Þessi lagaákvæði héldust óbreytt til 1926; þá var einstökum skólahéruðum -
svo nefndist þá hver hreppur eða kaupstaður - með nýjum barnafræðslulögum
heimilað að skipa fyrir um skólaskyldu 7-9 ára barna (Lög um fræðslu barna 1926,10.
gr.). Jafnframt var stefnt að því að farskólabörn fengju að minnsta kosti tólf vikna
kennslu á ári (7. gr.). Öllum börnum 8-14 ára var nú skylt að koma árlega til vor-
prófs. Sýndu próf 8-10 ára barna í einhverju skólahéraði að börnin fengju ekki
nægilega fræðslu, mátti fræðslumálastjórnin ákveða skólaskyldu fyrir þau. Að öðru
leyti fólu nýju lögin ekki í sér markverðar breytingar varðandi það efni sem hér er
til umfjöllunar.
UMFANG HEIMAFRÆÐSLUNNAR
Þrennt kemur einkum til álita þegar meta skal þátt heimilanna í barnafræðslu á
þessu tímabili:
1) Hversu algengt var að börn undir tíu ára aldri sæktu skóla?
2) Hve mikið var um það að börnum tíu ára og eldri í fræðsluhéruðum
væri kennt heima undir eftirliti?
3) Hve mörg börn tíu ára og eldri í fræðsluhéruðum fengu farkennslu að
lögbundnu lágmarki eða þaðan af minna?
Þessu til viðbótar er að gæta að þeim börnum tíu ára og eldri sem fengu undanþágu
frá opinberri kennslu eða nutu kennslu í einkaskóla.
22
J