Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 103
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
kennarar skólans, almennir kennarar jafnt sem sérfræðingar, skoði það sem við-
fangsefni sitt að vera þátttakendur í því starfi sem snýr að blöndun og að þeir hafi
allir hlutverki að gegna í því viðfangi.
Að finna kennslufræðilegar úrlausnir fyrir nemendur með sérþarfir er ekki
viðfangsefni einstakra kennara heldur ætti það að vera stefna skólans sem heildar,
eitthvað sem fjallað hefur verið um í samvinnu og viðeigandi áætlanir verið gerðar
um (Marchesi 1993:3, þýtt hér).
Að mínu mati er nauðsynlegt að sérkennarar endurmeti stöðu sína og hlutverk með
tilliti til þessa og í ljósi þess ramma sem grunnskólalög setja um skólastarf. Það er
mikilvægt að losna undan þeirri einyrkjahugsun sem ríkt hefur meðal kennara þar
sem sérkennarar marka sér ákveðinn bás innan skólans og þangað skuli allir
nemendur reknir sem falla ekki að hefðbundnum viðhorfum og gildurn almenns
skólastarfs.
Sú mikla umræða, sem verið hefur um blöndun, með eða á móti, heyrir til
fortíðar, þar sem blöndun hefur þegar verið lögfest. Spurningin er ekki hvort held-
ur hvernig. Kennarar og aðrir, sem að grunnskólamálum starfa, verða að beina
sjónum sínum í auknum mæli að leit úrlausna í þessu viðfangi, þróa starfshætti og
rannsaka með það fyrir augum að breyta skólastarfi svo nálgast megi betur það
markmið, að nám, kennsla og starfshættir skóla séu í samræmi við eðli og þarfir
hvers og eins nemanda og komið sé í veg fyrir hvers konar mismunun.
Heimildir
Áðalnámskrá grunnskóla. 1989. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.
Ainscow, M. 1991a. Effective schools for all. An alternative approach to special
needs in education. Ainscow, M. (ritstj.). Effective Schools for All. London, David
Fulton Publishers.
Ainscow, M. 1991b. Towards effective schools for all. Some problems and possibili-
ties. Ainscow, M. (ritstj.). Effective Schools for All, bls. 215-229. London, David
Fulton Publishers.
Burnham, J. W. 1992. Managing Quality in Schools. A Total Quality Management
Approach. Harlow, Longman.
Clarke, J. 1991. Special needs and school improvement. The role of the local edu-
cation authority. Ainscow, M. (ritstj.). Effective Scools for All, bls. 106-119.
London, David Fulton Publishers.
Egelund, N. 1996. Specialpædagogik status og perspektiver. Psykologisk Pædagogisk
Rádgivning 33,1:29-45.
Félag íslenskra sérkennara. 1994. Sérkennsla, hlutverk og verksvið sérkennara. Reykja-
vík, Félag íslenskra sérkennara.
Fullan, M. 1991. The New Meaning of Educational Change. London, Cassell.
101