Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 118
KYNFERÐI, JAFNRÉTTI OG ÞROSKI BARNA
brigðilega. Einnig getur alhæfingin leitt til staðlaðrar ímyndar um drengi í heild og
orðið þeim fyrirmynd um það hvernig þeir eigi að hegða sér til að vera „stráka-
legir" eða jafnvel leitt til þess að drengir sem hópur fái að gjalda fyrirferðarinnar
sem nokkurs konar persónugervingar fyrir misrétti kynjanna (sjá Ragnhildi Bjarna-
dóttur 1992:46-49).
Hér er ekki verið að halda því fram að órólegu drengirnir eigi að fá að valda
truflunum óáreittir. Mikilvægt er að þeir fái skýr skilaboð - sem einstaklingar - um
að hegðun þeirra sé ekki viðurkennd í skólasamfélaginu eða leitað sé með öðrum
hætti leiða til að koma í veg fyrir að aðrir nemendur gjaldi hegðunar þeirra. Einnig
er nauðsynlegt að hafa í huga að yfirgangur nokkurra drengja getur gefið bæði
drengjum og stúlkum þau skilaboð að það séu þeir sem hafi völdin, og að þeim
leyfist - í krafti kynferðisins - að kúga aðra.
í umræðu um jafnrétti og skólastarf beindist athyglin lengi vel einkum að stúlk-
um, enda þótti full þörf á að efla sjálfsvirðingu þeirra og kenna þeim að bera höfuðið
hátt sem stúlkur og konur. A seinni árum hefur áherslan á Norðurlöndum beinst
bæði að stúlkum og drengjum. Enn þykir þörf á að styrkja stúlkurnar og sannfæra
þær um að þær séu ekki „veika kynið" eða af óæðra kyni en drengirnir. En dreng-
imir em ekki síður en stúlkurnar taldir gjalda misréttis í samfélaginu. Þeir eru fórn-
arlömb kynbundinna fordóma og staðlaðra fyrirmynda ekki síður en stúlkurnar ef
tekið er mið af rannsóknum sem benda til að drengirnir séu undir enn meiri þrýst-
ingi frá fullorðnum en stúlkurnar um að sýna „rétta hegðun", þ.e. vera „strákalegir"
eða leika sér með „strákaleikföng" (Turner og Gervai 1995, Serbin o.fl. 1993). Skila-
boðin til drengjanna um „karlmannshlutverkin" eru mjög mótsagnakennd. Samfélag-
ið er að breytast í átt til aukinnar samábyrgðar beggja kynja í atvinnulífi og fjöl-
skyldulífi, en daglega berast skilaboð í gegnum fjölmiðla um hvað felst í því að vera
karlmaður, m.a. um það hvers kyns valdhafarnir eru sem taka ákvarðanir um mikil-
væg samfélagsleg málefni. Karlmenn eru ýmist hafnir til skýjanna sem hetjur eða
fyrirlitnir sem ofbeldisfullir ruddar. Það þykir ekki karlmannlegt að vera „aumur"
eða sýna viðkvæmni. En hver getur alltaf verið sterkur? Skilaboðin og væntingarnar
geta reynst erfið viðfangs í samfélagi sem hvergi hlífir börnum, og skiljanlegt að
leiðir til útrásar verði stundum sérkennilegar hjá drengjum. Þeim getur reynst erfitt
að þróa með sér sterka kynferðisvitund sem einkennist af sveigjanleika og kjölfestu
þess sem er stoltur af eigin kynferði, og þarf ekki sífellt að vera að „sanna sig".
Skólasálfræðingar og sérkennarar hafa haft áhyggjur af þeim fjölda drengja sem eru
tilfinningalega tættir og hafa bent á að óljósar kynímyndir geti átt hlut að máli (sjá
m.a. Ásþór Ragnarsson 1992:63-75, Kragh-Muller 1987:315-338).
Ymislegt bendir til þess að jafnréttisbaráttan hafi þegar haft jákvæð áhrif á
stúlkur. Má þá nefna góðan námsárangur stúlkna og einnig rannsóknir sem benda
til þess að stúlkur hafi öðlast aukinn félagslegan styrk og sjálfstraust (sjá m.a.
Reisby 1994). í einu af íslensku Nord-Lilia verkefnunum, sem unnið var í Æfinga-
skóla Kennaraháskóla íslands, beindist athyglin einmitt að því að skoða ólík vinnu-
brögð stúlkna og drengja í hópvinnu, þar sem stúlkurnar höfðu greinilega yfirburði
(Lilja Jónsdóttir 1996). Slíkar niðurstöður eru ánægjulegar og til þess fallnar að örva
stúlkurnar og hvetja þær til dáða og aukinnar sjálfsvirðingar.
116
h