Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 71
GUNNAR E. FINNBOGASON
eigin kennslu og ræða um starfið við aðra. Þessi stuðningur við einstaka kennara
getur farið fram í hóp eða tveir og tveir kennarar vinna saman.
Mikilvægt er að kennarastarfið verði sýnilegra, þannig að starf og aðferðir
kennara verði aðgengilegri fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa.
SAMKEPPNI MILLI SKÓLA
Til þess að bæta skólakerfið í anda markaðshyggjunnar og gera það skilvirkara þarf
að koma til samkeppni milli skóla um fjármagn og nemendur. Það eru nemend-
urnir sem draga að fjármagnið.
Þegar nemandi færist á milli námstiga á hann að geta valið milli skóla. Þetta
þýðir að skólar þurfa að kynna starfsemi sína og námstilboð. Til að þetta gangi upp
þurfa skólarnir að sjá hag sinn í því að laða að nemendur. I samkeppniskerfi vilja
skólarnir fá sem flesta duglega nemendur og þá sem hafa sem minnstan kostnað í
för með sér. Hvað verður um þá getuminni í slíku kerfi? Þeir sem gjarnan vilja
breyta skólanum í þessa veru tala oft urn breytt rekstrarform. Skólinn verði ekki
rekinn af ríkinu heldur verði hann hlutafélag eða sjálfseignarstofnun. I Frumvarpi
til laga um listmenntun á háskólastigi (1994:3) kemur fram sú hugmynd að gera
fyrirhugaðan Listaháskóla að sjálfseignarstofnun og með slíku rekstrarformi er talið
að ná megi eftirtöldum markmiðum:
að veita aukið sjálfstæði íkennslu, stjórnun og rekstri, að auka gæði, hagkvæmni og
skilvirkni í rekstri stofnunarinnar, að í rekstri stofnunarinnar fari saman ábyrgð
og ákvörðunarvald stjórnenda, að stofnunin hafi frjálsar hendur við próun list-
menntunar og nýtingu hinna bestu starfskrafta á pví sviði, að stofnunin fái svig-
rúm til pess að halda eftir eigin tekjum, styrkjum og óráðstöfuðum fjárveitingum
til uppbyggingar, hagræðingar og próunar á eigin starfsemi, að hvetja til virkrar
pátttöku einstaklinga og fyrirtækja t starfsemi stofnunarinnar.
Fram kemur í sama frumvarpi að eftirlit ríkisvaldsins með starfsemi skólans verði í
formi gæðakrafna þar sem honum verði settur gæðastaðall og sóst verði eftir
alþjóðlegri vottun.
Þeir sem hafa viljað ganga lengst í einkavæðingu skólastofnana telja að leggja
eigi niður ríkisskóla sem ekki tekst að laða að sér nemendur og segja starfsfólkinu
upp. Hér á að gilda hið sama eins og þegar einkafyrirtæki fer á hausinn vegna skorts
á viðskiptavinum. Ekki vilja allir ganga svona langt og telja að nýta eigi öll pláss sem
til boða standa en láta eftirspurnina í einstaka skóla ráða vali á nemendum. Ekki er
að finna slíkar einkavæðingarhugmyndir í frumvarpinu um Listaháskóla.
I sambandi við inntöku í eftirsótta skóla, hvort sem þeir eru einkaskólar eða
ríkisreknir, stingur Söderström (1987) upp á því að haldin séu uppboð á þeim pláss-
um sem laus séu. Þeir foreldrar og nemendur, sem geta boðið mest, fái þessi lausu
pláss. Hann bendir einnig á aðra leið sem ef til vill er raunhæfari, en það er að
draga um þessi pláss í stað þess að bjóða þau upp.
Þeir skólar, sem ekki eru hátt skrifaðir á vinsældarlistanum, fá að gjalda þess.
Þessir skólar koma til með að fá nemendur sem gjarnan vildu vera í öðrum skólum
69