Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 46

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 46
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA Þær niðurstöður um reykingar og hassneyslu reykvískra unglinga, sem hér eru til umfjöllunar, eru hluti viðamikillar langtímarannsóknar: Ahættuhegðun unglinga, sem fyrri höfundur þessarar greinar stendur að. Sú áhættuhegðun, sem athyglin beinist að í rannsókninni, nær til tóbaksreykinga, áfengisneyslu og hassreykinga, auk þess sem unglingarnir verða spurðir um neyslu sterkari vímuefna þegar þeir eru komnir á 17. ár. I síðasta hefti þessa rits gerðum við grein fyrir áfengisneyslu reykvískra unglinga frá því að þeir voru í 9. bekk þar til þeir voru komnir í 10. bekk. Hér gerum við á svipaðan hátt grein fyrir reykingum og hassneyslu sömu unglinga. Að auki skoðum við tengsl á milli þessara áhættuþátta og áfengisneyslu unglinganna. Ekki þarf að fjölyrða um þá áhættu sem unglingar taka með því að reykja sígarettur eða hass. Margsýnt hefur verið fram á hve tóbaks- og hassreykingar eru skaðlegar heilsu og koma niður á námi og starfi, ekki síst þegar neyslan hefst á unga aldri (t.d. Duncan o.fl. 1995). Auk þess tengist slík neysla annarri áhættuhegð- un, svo sem neyslu áfengis og sterkari vímuefna (Donnemeyer 1992, Þorvarður Örnólfsson og Jónas Ragnarsson 1984). Traust forvarnarstarf í tengslum við áhættuhegðun unglinga hlýtur að hvíla á þeim grunni að fólk geri sér grein fyrir henni á hverjum tíma, eins og með því að kanna hlutfall þeirra unglinga sem reykja sígarettur og hass, hvenær þeir hefja neyslu og hver viðhorf þeirra eru til neyslunnar. Auk þess geta upplýsingar um tengsl á milli reykinga og hassneyslu og annarrar áhættuhegðunar veitt mikilvæga vitneskju fyrir forvarnarstarf. A undanförnum árum hafa margar kannanir verið gerðar á reykingum og hassneyslu unglinga hér á landi. Þorvarður Örnólfsson (1994) hefur ritað yfirlit um niðurstöður kannana á tóbaksreykingum grunnskólanema á árunum 1974-1994. Þessar kannanir hafa verið gerðar á vegum borgarlæknis, héraðslækna og Krabba- meinsfélagsins, auk Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. í grein Þor- varðar kemur fram að frá 1974 til 1990 minnkuðu reykingar grunnskólanema í Reykjavík stöðugt frá einni könnun til annarrar, t.d. meðal 15 ára unglinga frá um þriðjungi þeirra í rúman tíunda hluta. Reykingar utan höfuðborgarinnar minnkuðu einnig á milli áranna 1986 og 1990. Árið 1994 kom hins vegar í ljós að reykingar meðal 12-16 ára unglinga höfðu aukist frá árinu 1990. I Reykjavík höfðu t.d. dag- legar reykingar 15 og 16 ára unglinga aukist úr 13% í 20%. Þá höfðu frá árinu 1974 hlutfallslega fleiri reykvískar stúlkur á aldrinum 12-16 ára reykt en piltar, en 1994 var þessi kynbundni munur ekki lengur til staðar. Daglegar reykingar höfðu aukist mest hjá piltum í 8.-10. bekk á þessu tímabili og átti það bæði við um lands- byggðina og Reykjavík. Niðurstöður erlendra rannsókna á reykingum ungmenna, m.a. í Bandaríkjunum, benda einnig til þess að allt fram til 1992 hafi reykingar unglinga farið minnkandi (Robertson og Skinner 1996) en á síðustu árum virðast þær hafa aukist á ný (Johnston 1995). Með forvarnarstarf í huga er mikilvægt að kanna hvort þessi aukning á reykingum unglinga hefur haldist hér á landi. I yfirlitsgrein Þórodds Bjarnasonar (1992) um kannanir hérlendis á hassreyking- um ungmenna kemur m.a. fram að hassneysla unglinga í 10. bekk í Reykjavík (á 16. ári eða orðnir 16 ára) tvöfaldaðist frá 1970 til 1984 og var hlutfall þeirra, sem prófað 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.