Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 82
GÆÐAMAT í HÁSKÓLASTARFI
jafnvel deilur í fjölmiðlum um atriði sem fjölþjóðleg reynsla hefur þegar skorið
fyllilega úr um.
Enda þótt fræðslustarfsemin hafi vissulega áhrif á framvindu samfélagsins er
hún þó í grundvallaratriðum þjónustustarfsemi við samfélagið utan dyra skólanna
sjálfra. Af sjálfu leiðir að aukning, þróun og vöxtur háskólastigs og háskólafræðslu
er liður víðtækrar atburðarásar og afleiðing margra þátta. Hér verður ekki fjallað
ítarlega um samfélagslegt hlutverk skólanna en látið nægja að minna á þá mikil-
vægu staðreynd að fræðslustarfsemin er undirstöðuatvinnuvegur tækni- og upp-
lýsingasamfélagsins. Islendingar eiga enn eftir að draga brýna lærdóma af þessari
staðreynd.
Við stefnumótun sína mætir fræðslustofnun alveg sérstökum vandamálum sem
tengjast eðli hennar og hlutverkum, og á það ekki síst við ef hún er markaðinum
háð í rekstrarákvörðunum. A síðari árum hafa rannsóknarniðurstöður og ný við-
horf komið fram sem varpa nýju ljósi á margvíslega þætti í fræðslustarfseminni.
Menn eru farnir að meta hana með mælistikum sem áður var aðeins beitt á almenn
atvinnufyrirtæki. I þessu efni hafa gæðamat og gæðastjórnun sérstöðu. Ekki skiptir
það þá minnstu máli að gæðaviðhorfunum fylgir nýr hugsunarháttur og nýtt mat á
eigin störfum og hlutverki fræðslustofnana, fyrirtækja, stjórnenda og starfsmanna.
Samkvæmt hugsunarhætti gæðastjórnunar kemur gagnrýni og sjálfsgagnrýni,
nýbreytni og tilraunaviðleitni í stað fyrri virðuleika og stöðugleika, fyrirskipana og
valdboðs. Og gæðaviðhorfunum fylgir jafnan sú vitund að nota beri og viðurkenna
gagnrýni, umsögn og álit óháðra utanaðkomandi aðilja. Með gæðaviðhorfunum
hættum „ég" eða „við" að ákveða „sjálfur" eða „sjálf" allt sem starfið snertir en
viðurkennum óskir og kröfur, væntingar og mat annarra óháðra aðilja sem úrslita-
vald um starf og stefnu. Þessir óháðu aðiljar eru viðtakendur þjónustunnar, „þeg-
arnir" eða í þessu tilviki „fræðslumarkaðurinn" (Bank 1992:15,112-117, Runólfur S.
Steinþórsson 1993:13, 33). Fræðslustofnanir verða þannig að vega og meta allt starf
sitt eftir stöðugri þarfagreiningu með tilliti til viðtökuaðiljanna, markaðarins. Við-
horf gæðamats og gæðastjórnunar eru þannig bein vefenging hefðbundinnar stjórn-
unar evrópskra fræðslustofnana og leiða til algerrar endurmótunar í þeim efnum.
SKILGREININGAREFNI
Astæða er til að vekja athygli á nokkrum helstu vandamálum og skilgreiningar-
efnum sem fræðslustofnanir mæta þegar gæðamat stendur fyrir dyrum (Barnett
1992:56,112-113,149, Fágerlind 1992, Hoy og Miskel 1987:386-420).
Fyrst skal nefnt að til þess að gæðamat geti átt sér stað verður að svara spurn-
ingunni um það hverju eða hverjum fræðslustofnunin á að þjóna. Á hún í reynd
aðallega að þjóna eigin stjórnendum eða starfsmönnum, ríkinu eða þjóðfélaginu,
menningunni, háleitum hugsjónum eða jafnvel guði, lítilmagnanum eða afburða-
mönnunum, eða e.t.v. skólanefndinni, vinnuveitendum eða námsfólkinu? Þekkt
markmið í þessum skilningi eru t.d. „vísindalegur sannleikur", „öflun vísindalegrar
þekkingar", „óendanleg sannleiksleit", „miðlun fagþekkingar", jafnvel „ad maior-
em Dei gloriam" (guði til dýrðar).
80