Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 33
ÞORIR ÞORISSON
Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt að almenningur nú leggur allt aðra merkingu í
orðin „klassík" og „rómantík" heldur en þá tónlistarsögulegu (Eastlund 1993). Með
því að nota hlutlausu stílheitin „A-stíll" og „B-stíll" freistaði ég þess að eyða rugl-
andi áhrifum orðanna klassík og rómantík (þ.e.a.s. þeirri merkingu þeirra sem ekki
varðar stílflokkun tónlistar).
Þjálfunar- og yfirfærsludæmi (A1-B4, S1-S8 og Y1-Y7) voru valin úr hópi 56
dæma sem forprófuð höfðu verið við kennslu sambærilegra nemenda. Sjö tón-
fræðingar notuðu 7-þrepa eiginleikakvarða til að meta hversu greinileg einkenni
taktslags, hendingaskipunar, tónvefs, hljómferlis, hraða og styrkleikasviðs allra 56
dæmanna væru.6 Kvarðarnir voru afmarkaðir með orðunum: taktfast - sveigjanlegt
(slag), jafnar - ójafnar (hendingar), þunnur - þykkur (vefur), stefnufast - órætt
(hljómferli), hægt - hratt (tempó) og hófstilltur - öfgafenginn (tónstyrkur). Meðal-
talsmat dómaranna var notað til að ákvarða greinileikastuðul hvers einkennis (svið
0-1) og þurfti greinileiki viðeigandi einkenna að ná 0,6 að lágmarki til að dæmi yrði
valið í dæmasöfn A1-B4 og Y1-Y7. Valin voru dæmi sem höfðu sem jafnastan
stuðul fyrir alla eiginleika þessara dæma. Varðandi sértekningardæmin S1-S8 þótti
hins vegar kostur að eitt einkenni (t.d. þunnur vefur) skæri sig úr á kostnað hinna
þar sem hlutverk hvers dæmis var að stuðla að sértekningu á tilteknu einkenni.
Þessi dæmi höfðu því háan greinileikastuðul fyrir eitt tiltekið einkenni en miklu
lægri fyrir önnur.
Þjálfunar- og prófskeið
Rannsóknin skiptist í stílhugtakaþjálfun og eftirpróf. í þjálfuninni lærðu báðir til-
raunahópar með ágiskun og leiðréttingu að flokka 17 píanódæmi (A1-B4 og S1-S8 í
Töflu 2) sem „stíl A" (klassískan) eða „stíl B" (rómantískan) í 16 tilraunum.7 Fékk
annar hópurinn (hér eftir nefndur „einkennahópur") leiðbeiningar um dæmigerð
stíleinkenni með átta af þjálfunardæmunum 17 (dæmum S1-S8).8 Hinum hópnum
(hér eftir nefndur „dæmahópur") voru ekki gefnar neinar upplýsingar um dæmi-
gerð stíleinkenni aðrar en þær sem fólust í tónlistinni sjálfri og upplýsingum um
flokkun hennar.9 Eftirprófin voru tvö. Hið fyrra mældi stílhugtakamyndun (rétta
flokkun dæma) og hið síðara sértekningu stíleinkenna (sveigjanlegt slag, óræða
6 Sex tónfræðinganna höfðu æðri námsgráður í tónlist og kenndu þessar greinar við helstu tónlistarskóla lands-
ins. Eiginleikakvarðarnir voru svokallaðir „semantic differential scales".
7 Markmið hverrar „tilraunar" var að sjálfsögðu að flokka öll 17 tóndæmin rétt. Þar sem hvert dæmi var tvítekið
heyrðu þeir nemendur, sem gera þurftu 16 tilraunir til að flokka dæmin rétt, hvert tóndæmi 32 sinnum á
tæpum fjórum vikum.
8 Leiðbeiningin var í formi orðskýringar (t.d. „sveigjanlegt slag") sem tilkynnt var og varpað á tjald á meðan
dæmið var leikið. Ein slík skýring á áberandi einkenni fylgdi hverju hinna átta dæma (S1-S8) við sérhverja til-
raun. Einkennahópurinn lærði þannig að tengja fjögur dæmigerð einkenni hvorum stíl: Taktfast slag, jafnar
hendingar, þunnan vef og stefnufast hljómferli hinum klassíska, og sveigjanlegt slag, ójafnar hendingar,
þykkan vef og órætt hljómferli þeim rómantíska. Örvun sértekningar þessa hóps á dæmigerðum stíleinkenn-
um var því viðbót við dæmakennslu.
9 Spurningin var, hvort orðskýringar með dæmum S1-S8 kæmu einkennahópnum að gagni við að læra rétta
flokkun þjálfunardæma A1-B4 og yfirfærsludæma Y1-Y7, en hvert dæmi (að frumgerðunum B4 og Y3 undan-
skildum) hafði mismargar undantekningar frá frumgerðinni - og á hinn bóginn hve vel dæmahópnum gengi
að mynda hugtökin án slíkra orðskýringa.
31