Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 48
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA
Framkvæmd og mælitæki
Spurningalisti um neyslu ýmissa vímuefna, þ.á m. tóbaksreykingar, hassneyslu og
viðhorf til neyslu þessara efna, var lagður fyrir unglingana á skólatíma. Könnunin
fór fram í fyrra skiptið í mars 1994 og aftur í janúar 1995. Spurningalistinn byggir á
kvarða sem notaður er í samvinnuverkefni Evrópulanda en við hönnun hans hefur
í ríkum mæli verið sótt í smiðju Bandaríkjamanna (Þóroddur Bjarnason 1994).
Stéttarstaða var metin með tilliti til starfs og menntunar bæði móður og föður.
Notaður var sexskiptur stéttakvarði sem byggir á kvarða Hollingshead (1975).
Þegar munur kom fram á stéttarstöðu móður og föður var tekið mið af hærri flokki
samkvæmt kvarðanum.
Unglingarnir voru spurðir hjá hverjum þeir byggju. Gefnir voru upp sjö kostir:
bý hjá 1) móður og föður (1994: 70,7%; 1995: 72,2%), 2) móður og sambýlismanni
(1994: 12,0%; 1995: 10,4%), 3) föður og sambýliskonu (1994: 1,5%; 1995: 1,7%), 4)
móður (1994:12,5%; 1995:12,3%), 5) föður (1994:1,6%; 1995:1,6%), 6) á eigin vegum
(1994: 0,0%; 1995: 0,1%) eða 7) annað fyrirkomulag (1994: 1,7%; 1995: 1,7%). í út-
reikningum var einungis tekið mið af þeim sem bjuggu hjá móður og föður, móður
og sambýlismanni eða móður, þar sem svo fáir reyndust búa við hinar fjölskyldu-
gerðirnar.
NIÐURSTÖÐUR
Hér verður fyrst gerð grein fyrir niðurstöðum um tóbaksreykingar unglinga en
síðan um hassneyslu þeirra og loks verður fjallað um tengsl á milli tóbaksreykinga,
hassneyslu og áfengisneyslu.
Tóbaksreykingar reykvískra unglinga
Athugað var hlutfall þeirra unglinga sem höfðu prófað að reykja sígarettur og
þeirra sem litu svo á að þeir reyktu. Einnig var skoðað hve mikið unglingarnir
reyktu á dag og hver upphafsaldur reykinga var að jafnaði. Greint er frá viðhorfum
þeirra til reykinga og loks er fjallað um hvernig reykingar foreldra og vina tengdust
þeirra eigin reykingum.
Ekki kom fram munur á reykingum unglinganna eftir stéttarstöðu foreldra
þeirra. Ahrif fjölskyldugerðar reyndust ekki heldur skipta verulegu máli en þeirra
er getið nánar hér á eftir. Kynbundinn munur kom víða fram og er hans getið þegar
hann var marktækur.
Fjöldi unglinga sem reykir og þeir sem ekki reykja
Unglingarnir voru spurðir hvort og þá hve oft þeir höfðu prófað að reykja sígarett-
ur. Eins og sjá má í Töflu 1 sögðust ríflega 60% unglinganna í 9. bekk annaðhvort
aldrei hafa prófað að reykja eða að þeir hefðu prófað það í 1-2 skipti á ævinni. Um
fjórðungur þeirra sagðist hafa reykt tíu sinnum eða oftar. Ári síðar, í 10. bekk,
sagðist rúmlega helmingur þeirra annaðhvort aldrei hafa prófað að reykja eða hafa
prófað það í 1-2 skipti. Rúmur þriðjungur hafði reykt tíu sinnum eða oftar.
46