Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 42
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN
Það er engin launung að rannsókn mín tók mið af þessari gagnrýni. Niðurstöður
hennar styðja hana þó ekki, a.m.k. ekki hvað varðar kennslu stíllæsis í tónlist. Nem-
endum einkennahópsins, sem fengu upplýsingar um átta dæmigerð einkenni illa
afmarkaðra stíltegunda, gekk betur að iæra þjálfunardæmin (A1-B4) og þeir flokk-
uðu réttar ný dæmi (Y1-Y7) heldur en nemendur dæmahópsins eftir jafn langa
reynslu og sömu endurgjöf. Þetta bendir til að nemendur einkennahópsins hafi
búið yfir fjölbreyttari vísbendingum og að þær hafi komið þeim til góða, þrátt fyrir
tíðar undantekningar dæmanna frá hverju einstöku sérkenni. Af fjórum eigin-
leikum sem breyttust á kerfisbundinn hátt eftir stíl (slagi, hendingaskipun, tónvef
og hljómferli) var þykkt tónvefsins eina einkennið sem nemendur dæmahópsins
sértóku. Þeir voru því mjög berskjaldaðir fyrir undantekningum frá þessu eina
sérkenni. Nemendur frumgerðarhópsins vöru það miklu síður þar sem þeir höfðu
fleiri vísbendingar við að styðjast. Bæði flokkunarvillur og ritaðar athugasemdir
nemendanna styðja þessa niðurstöðu. í stuttu máli: sundurgreining kom að gagni.
Tónmenntarkennarar mættu auk þess hugleiða eftirfarandi niðurstöður þessarar
rannsóknar. Nútímaunglingar virðast lítt næmir fyrir frávikum sígildrar tónlistar
frá taktföstu slagi og reglubundinni hendingaskipan.18 Telji kennarar næmi fyrir
þessum eiginleikum tónlistar nokkurs virði þurfa þeir að gefa þjálfun þeirra sér-
stakan gaum.
Greining á þeim ástæðum, sem nemendur gáfu fyrir stílflokkun sinni skriflega,
leiddi í ljós tilhneigingu til að eigna aðeins öðrum stílnum ákveðið tilfinningainntak
og byggja síðan flokkun eingöngu á því (t.d. A-stíllinn er glaðlegri - B-stíllinn
sorglegri). Þessi tilhneiging var eðlilega margfalt meira áberandi meðal nemenda
dæmahópsins. Utskýra þarf fyrir nemendum að tónlist hefur á öllum tímabilum
túlkað allt svið mannlegra tilfinninga, því gefi tilfinningainntak eitt og sér, þótt
mikilvægt sé, ekki traustar vísbendingar um stíltímabil. Að síðustu ættu kennarar
stöðugt að brýna fyrir nemendum að við stílflokkun tónlistar þurfi að hyggja að
mörgum vísbendingum í senn. Kannski er það einmitt glíman við hina hálu marg-
ræðni listanna (í ætt við margræðni lífsins sjálfs) sem gerir þær að þroskandi við-
fangsefni fyrir alla skólanemendur.
18 Er hugsanlegt að langvarandi hlustun á hamrað slag rokktónlistar geri fólk ónæmara fyrir slagi í klassískri
tónlist?
40