Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 92
GÆÐAMAT I HASKOLASTARF
um, óhrædd viö viðbrögð þeirra sem njóta skulu eða þola verða. Þegar þetta er sagt
er skylt að minna aftur á hversu fjarskalega erfitt er að henda reiður á markmiðum
og mælistikum í fræðslustarfseminni. Það getur verið auðvelt að rífa niður og gera
tortryggilegt en líta fram hjá því sem þrátt fyrir allar takmarkanir horfir ótvírætt til
framfara, skilvirkni og ábyrgðar.
Ekki leikur vafi á því að stefnt er að því að gæðamat og þróunarstjórnun verði
virkur og fastur liður í menntakerfi Evrópumanna í náinni framtíð, jafnvel nokkuð
um fram það sem Bandaríkjamenn hafa tíðkað um langt skeið. Gæðastjórnun í
fræðslustarfi er vafalaust einn mikilvægasti þáttur í framvindu fræðslumála á
Islandi um þessar mundir. Menntamálaráðuneytið hefur ítrekað vilja sinn til þess
að slík viðhorf verði mjög mótandi um stefnu og aðgerðir í framtíðinni.
Gæðastjórnun hefur víða reynst auðveldari um að tala en í að komast. Jafnan
vekja aðgerðir og breytingar einhver óvænt viðbrögð og allt kemur þetta einhvers
staðar við og niður á einhverju sem einhvern varðar. I fræðslustarfi er gæðamat og
gæðastjórnun þannig að mikilvægu leyti vefenging á hefðbundinni stöðu, valds-
umboði og „réttindum" kennara. Það sem hentar á einum stað og tíma er ekki
heldur algilt. Það starf sem fram undan er mun hins vegar vafalaust veita marg-
víslega reynslu og upplýsingar sem nýtast munu við mótun stefnunnar til lengri
tíma.
Heimildir
Acherman, H. A. 1988. Quality Assessment by Peer Review. A New Area for University
Cooperation. [An útgáfustaðar og útgefanda]. [Fjölrit.]
Bank, J. 1992. The Essence of Total Quality Management. New York/London, Prentice
Hall.
Barnett, R. 1992. Itnproving Higher Education. Total Quality Care. Buckingham, SRHE
/ Open University Press.
Criteria for Accrediting Programs in Engineering in the United States. Effective for Evalu-
ations During the 1991-1992 Academic Year. 1991. New York, ABET. [Fjölrit.]
Dean, J. W. og J. R. Evans. 1994. Total Quality. Management, Organization, and Strat-
egy. Minneapolis, West Publishing.
Drummond, H. 1993. Gæðastjórnun. Leið til betri árangurs. Reykjavík, Framtíðarsýn.
European Pilot Projects for Evaluating Quality in Higher Education. Guidelines for Parti-
cipating Institutions. 1994. [Gefið út á vegum stjórnar Evrópusambandsins. Um
er að ræða tvær skýrslur með sama titli og frá sama aðilja]. [Fjölrit.]
European Pilot Projects for Evaluating Quality in Higher Eduaction. Civil Engineering
Programme at the Icelandic College for Engineering and Technology. Peer Review
Report. 1995a. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. [Fjölrit.]
90