Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 91
JÓN SIGURÐSSON
íslands, Rekstrardeild Háskólans á Akureyri, Rekstrardeild Tækniskóla íslands og
Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólans á Bifröst. í fyrstu óformlegum undirbún-
ingsdrögum Menntamálaráðuneytisins að þessu nýja verkefni, sem dagsett eru í
desember 1995, er m.a. vikið að þeim markmiðum að greina styrkleika og veikleika,
gera tillögur um úrbætur, afla kerfisbundinna upplýsinga, og þróa matsaðferðir.
Þar er enn fremur ráð fyrir því gert að ráðuneytið skipi „stýrihóp" til að hafa
yfirumsjón með verkefninu og til að velja sérfræðinga í „úttektarhóp". Hver skóli
myndar síðan sinn „sjálfsmatshóp" og er einnig að öðru leyti gert ráð fyrir að unnið
verði að verkefninu nokkurn veginn í samræmi við framar skráð yfirlit í þessari
grein. „Stýrihópurinn" birti í mars 1996 hefti með leiðbeiningum til skólanna sem í
hlut eiga (Stýrihópur Menntamálaráðuneytis 1996).
TIL FRAMFARA, SKILVIRKNI OG ÁBYRGÐAR
í þessu stutta ágripi um feril akademísks gæðamats um þessar mundir koma nokk-
ur atriði fram sem ástæða er til að rekja nánar. Tvö atriði skulu nefnd sérstaklega að
þessu sinni.
Fyrra atriðið er sú staðreynd að ráð er fyrir því gert að sérfræðinganefndin sem
framkvæmir gæðamatið sé skipuð jafningjum þeirra sem starfa við stofnunina sem
meta skal, þ.e. einstaklingum sem hafa sams konar menntunar- og starfsreynslu-
forsendur og reyndar beinlínis mjög gjarnan einstaklingum sem gegna sams konar
störfum við aðrar sams konar stofnanir. í grundvallaratriðum er við það miðað að
akademískt gæðamat sé mat jafningja sem „starfs- eða stéttarfélagar" taka að sér
um „kollega" sína. í þessu felst annars vegar að gerðar skulu fyllstu kröfur til sér-
fræðiþekkingar og sérstakrar reynslu matsmanna, en hins vegar verður að viður-
kenna að í þessu felast einnig margs konar takmarkanir. Einfalt er að benda á hugs-
anleg hagsmunatengsl innan sérfræðihópa og sérfræðingastétta, eða þvert á móti á
streitu eða árekstra innan slíkra hópa sem áhrif geti haft á matið.
Síðara atriðið snertir þá skilgreiningu „gæða" sem lögð er til grundvallar. í
umræðum um gæðamál er yfirleitt byggt á þeim grunni sem reynsla úr viðskipta-
og atvinnulífi hefur veitt (Dean og Evans 1994:7-13, Drummond 1993:17-19). Þá er
við það miðað að markaðurinn, kaupandinn, neytandinn viðtökuaðili eða þegi í
einhverri mynd ákvarði gæðin, hvað teljist gæði og hvernig þau skuli metin. Þá er
sú skilgreining lögð til grundvallar að gæði verði metin eftir því hvort, að hve
miklu leyti og hvernig væntingar og óskir viðtökuaðilja eru uppfylltar með þeirri
vöru eða þjónustu sem boðin er. Matið og ákvörðunin kemur með öðrum orðum
utan frá, frá þeganum, markaðinum. Framleiðandi eða þjónustuaðili er háður þessu
mati og þessari ákvörðun og getur ekki annað en lotið þessu valdi. Hugtakið
„gæði" felur þannig í sér hugsunarhátt „þjónustu við markað" og þær aðstæður
sem þar geta skapast. Eins og staðið er að akademísku gæðamati um þessar mundir
verður að viðurkenna að skilgreining gæða er ekki í fullu samræmi við það sem ella
tíðkast í gæðastjórnun og þróunarviðleitni á þessu sviði. Skilgreining gæðanna í
fræðslustarfinu ber enn talsverðan svip hefðbundinna og gamalgróinna viðhorfa
um yfirvöld „frjálsra" háskóla sem geta ráðið málum sínum með boðum og bönn-
89