Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 18

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 18
KENNSLA HEIMA OG í SKÓLA 1909-1914:16-17), þar með varð örðugra fyrir yngri börn að njóta góðs af kennsl- unni. Skólasókn yngri barna jókst ekki verulega aftur fyrr en með setningu hinna nýju barnafræðslulaga 1926; upp frá því tóku fleiri og fleiri bæjarfélög að notfæra sér heimild laganna til að mæla fyrir um skólaskyldu barna yngri en tíu ára (Loftur Guttormsson 1992:217). Þetta gerðist t.d. á Eskifirði árið 1930, á Húsavík 1930-1931 og á Ólafsfirði 1929 (Einar Bragi 1981:190-191, Björg Sigurðardóttir 1996 [ópr.]:31-32, Anna Rósa Vigfúsdóttir 1986 [ópr.]:26). Þannig töldust árið 1930 vera 8728 börn 10-13 ára en skólaskyld börn voru aftur á móti 10456 skólaárið 1930-31. Þá sótti skóla drjúgur helmingur barna 7-9 ára í kaupstöðum landsins en í sveitum náði hlutfall þeirra ekki 20% (Barnafræðsluskýrslur árin 1920-1966:12,17). Tafla 1 sýnir að þeim börnum, sem fengu kennslu í föstum skólum, að jafnaði minnst sex mánuði á ári, fjölgaði mjög á tímabilinu 1910-1930. A seinni helmingi þess fækkaði líka verulega þeim fræðsluhéruðum sem höfðu aðeins eftirlit með heimafræðslu, þ.e. héldu ekki uppi farskóla. Þrátt fyrir þetta er ekki um að villast að mjög margir foreldrar og forráðamenn barna þurftu að svara fræðslukröfum, bæði formlegum og óformlegum, með eigin úrræðum, án þess að hafa stoð af opinberri skólakennslu fyrir börnin. Þetta tók einkum til yngri barna, þ.e. til kennslu í lestri og skrift, svo sem fræðslulögin 1907 gerðu ráð fyrir. En jafnframt varðar þetta heimili barna í farskólahéruðum, svo að ekki sé talað um þau héruð sem höfðu aðeins opinbert eftirlit með heimafræðslunni. Vegna þess hve börn í meirihluta allra farskólahéraða nutu skamms kennslutíma á ári hverju, var munurinn milli þessara tveggja forma í sumum tilvikum fremur í orði en á borði, hvað kröfur um heimafræðslu áhrærir (Skjöl nr. 503). HVERSU DUGÐI HEIMAFRÆÐSLAN? Forvitnilegt væri að komast að því hvernig árangur af heimafræðslunni - og þeirri samvinnu heimila og skóla sem hún fól í sér - var metinn af samtímamönnum. Um þetta er ekki að finna mjög heillegar upplýsingar í þeim gögnum sem hér er stuðst við; yfirleitt lýsa þau sjónarmiðum kennara eða embættismanna en eru sagnafá um viðhorf foreldra eða forráðamanna barna. Umræddar upplýsingar koma fram í Skólablaðinu - það var framan af gefið út af Jóni Þórarinssyni fræðslumálastjóra og lýsir þar með meira eða minna opinberum sjónarmiðum - og bréfum sem skóla- og fræðslunefndir sendu fræðslumálastjórninni (merkt hér Skjöl). Hvað varðar kennslu yngri barna, 7-9 ára, beindist athyglin eðlilega að því hversu heimilunum gengi að fást við lestrarkennsluna, því allir voru sammála um að sæmileg lestrarkunnátta væri forsenda árangursríks framhaldandi náms. Óhætt er að segja að mörg heimili hafi hér fengið mjög slakan vitnisburð. Langflestir kenn- arar, sem lýstu skoðun sinni á síðum Skólablaðsins, kvörtuðu undan því hve heima- fræðslan skilaði lélegum árangri (sjá enn fremur Kristínu Indriðadóttur 1995:17-18). Ekkert varð kennurum jafntítt kvörtunarefni að sögn fræðslumálastjóra (Skólablaðið 1914 (8,9):129-130): 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.