Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 101

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 101
TRAUSTI ÞORSTEINSSON eftir ár. Skilaboðin eru þau að eitthvað sé að viðkomandi og hljóta þau að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemandans og félagslega stöðu hans innan nemenda- hópsins (Steinback o.fl. 1989). Börn með sérþarfir eru ekki öðruvísi en önnur börn að því leyti að þau hafa sömu þörf fyrir að þrífast í skólanum og árangurinn byggist að mestu leyti á vel skipulagðri og metnaðarfullri kennslu (Ramasut 1989). I skóla þar sem allir nemendur eiga rétt á kennslu við hæfi ber kennaranum að laga starf sitt að þörfum einstaklingsins. Skólinn ber ábyrgð á að tryggja sérhverjum nem- anda árangur samkvæmt þeim markmiðum sem námskrá setur. I þessu tilliti eru allir kennarar sérkennarar og sérhver nemandi sérkennslunemandi. Það sem við þörfnumst nú er ekki að skilgreina sérkennsluaðferðir fyrir sérkennslu- nema heldur góða kennslu og nám fyrir alla nemendur (Ainscow 1991a:6, þýtt hér). Þar með er ekki sagt að ekki sé lengur þörf fyrir sérkennara. Öll dýpkun þekkingar í kennarafræðum er mikilvæg skólastarfi. Hins vegar er spurning hvernig hún er best nýtt í skólastarfinu. Mér er til efs að það sé best gert með því að einangra sérkennarann í vinnu með einum eða fleiri nemendum utan bekkjar. Meiri þörf er á starfskröftum þeirra til að styðja við og skipuleggja almennt skólastarf. Þannig er hægt að stuðla að því að kennsla sé í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins. Athyglisvert er hvernig skólayfirvöld í New Brunswick í Kanada hafa endur- skilgreint verkefni sérkennara. Þar er þeim gefið nýtt starfsheiti og kallaðir „methods and resource teachers (Porter 1991, Murray 1991). Hlutverk þeirra er að bera ábyrgð á beinni og árangursríkri ráðgjöf við bekkjarkennarann, með það að markmiði að skapa aðstæður til að allir nemendur fái námsviðfangsefni við hæfi í almennum bekk. Með tilvísan í Sarason og Doris telur Fullan (1991) að til að ná árangri í blöndun verði kennarar að hafa sterkan og samhæfðan bakstuðning sérkennara og starfsliðs ráðgjafarþjónustu. Undir þetta tekur Wang (1991) sem segir að kennarar geti þrosk- að með sér hæfileika til að taka fulla ábyrgð á námi allra nemenda, þar með taldir nemendur með sérþarfir, ef þeir hafa aðgengi að fjölbreyttri sérfræðiaðstoð. I ljósi þessa mætti velta því fyrir sér hvort ekki væri réttara að lögbinda að við hvern skóla skuli starfa kennari með framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og kennslu- fræða fremur en að lögfesta ákvæði um viðbótarmenntun þeirra kennara sem hafa með höndum kennslu barna með sérþarfir. Bretinn John Clark (1991) segir ekki minni þörf fyrir sérfræðinga í skólastarfi nú en áður. Þörf sé fyrir aðild þeirra að áætlanagerð og framkvæmd á blöndun í skólastarfi. Þeirra sé að nota sérþekkingu sína til að leiðbeina almennt um nám og kennslu allra nemenda. í Salamancaáætluninni, sem samþykkt var á ráðstefnu UNESCO og spænska menntamálaráðuneytisins í júní 1994, segir að kennsla nemenda með sérþarfir þurfi að styðjast við kennsluaðferðir sem sannað hafa gildi sitt og öll börn geta notið góðs af. Þar er gengið út frá því sem eðlilegu að fólk sé ólíkt, og því verði að sníða nám að þörfum barnsins, fremur en að barnið verði að laga sig að því sem fyrirfram hafi verið slegið föstu um hvernig og hve hratt nám eigi að fara fram. Kennsluhættir, sem taka mið af barninu, eru öllum nemendum hollir og þar af leiðandi til góðs fyrir þjóðfélagið í heild (Salatnancayfirlýsingin 1995). 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.