Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 29

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 29
ÞÓRIR ÞÓRISSON endur séu sjaldnast tilbúnir að færa rök eða tilgreina ástæður fyrir stílflokkun tón- listar, jafnvel þótt þeir séu mjög vissir í sinni sök, gæti stutt þetta viðhorf. Ahöld eru því um hvort óljós hugtök lærist betur með greiningu einstakra sér- kenna eða með heildrænum samanburði dæma. Frumkvöðlar dæmakenningar- innar, þeir Reber (1976) og Brooks (1978), telja sig hafa sýnt fram á yfirburði heild- ræns samanburðar við að læra illa afmörkuð hugtök. Medin, Altom og Murphy (1984) staðhæfa einnig að rannsóknir á dæma- og frumgerðarkenningunum hafi jafnan stutt þá fyrrnefndu þegar um nám á slíkum hugtökum hafi verið að ræða. Sameiginlegt fyrri rannsóknum er þó að allar hafa þær notast við sjónrænt tilrauna- efni (geómetrísk form, samstöfur, andlitsmyndir o.fl.). Mér er ekki kunnugt um að fyrr hafi verið látið á þessar kenningar reyna varð- andi hugtakamyndun í tónlist. Dæma- og frumgerðarkenningar veita því aðeins gilda forsendu fyrir athugunum á myndun stílhugtaka í tónlist, að skyntúlkun tón- listar byggist á sams konar vitsmunastarfsemi og skyntúlkun sjónræns efnis. Flestar hugtakarannsóknir í tónlist ganga út frá að svo sé og fylgi ég dæmi þeirra (Eastlund 1990a, 1990b, Ellis og McCoy 1990, Heitland 1982, Schmidt 1984). Einnig geng ég út frá þeirri forsendu að stílhugtök í tónlist séu a.m.k. eins flókin og tilraunaefni Rebers (1976) og því kunni kenning hans um yfirburði heildræns samanburðar að eiga við um stílflokkun tónlistar þar sem um sé að ræða margþætt hugtök með fjölda undantekninga. FRAMKVÆMD RANNSÓKNARINNAR Úrtak Þátttakendur í rannsókninni voru 88 nemendur í sex tónmenntarhópum (TÓN 1024) í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en áfanginn er í kjarna nemenda á flestum stærstu námssviðum skólans.4 Meðalaldur þátttakenda var 17,7 ár. Hópunum var raðað eftir tilviljunaraðferð þannig að tveir morgunhópar og einn síðdegishópur lenti í hvorri þjálfunaraðferð. Þótt engin þekkt kerfisbundin breyta stjórni röðun nemenda í tónmenntarhópa í skólanum er ekki hægt að fullyrða að um fullkomna slembiröðun nemenda í tilraunahópa hafi verið að ræða. Rannsóknin tók fimm og hálfa viku (11 kennslustundir) og var þátttaka í henni metin sem 30% áfangans. Til að hægt væri að lýsa úrtakinu sem nákvæmast voru nemendur beðnir að fylla út nafnlausan spurningalista um fyrra tónlistarnám, áhuga, viðhorf og hlustun á tónlist. Formlegt tónlistarnám reyndist stutt. Miðgildi einkakennslu í hljóðfæra- leik/söng var eitt ár og meðaltal tónmenntarkennslu í grunnskóla 3,8 ár. Viðhorf nemenda til tónlistar voru hins vegar jákvæð og dagleg hlustun á tónlist mikil (M=3,5 klst.). Hlustunin var þó nær eingöngu á rokk-, dans- og popptónlist. Full- yrða má að langvarandi hlustun á klassíska og rómantíska píanótónlist hafi verið ný reynsla fyrir nær alla þátttakendur í þessari rannsókn. Sú staðreynd rennir að 4 112 nemendur hófu þátttöku en aðeins voru greind gögn þeirra 88 sem luku þjálfun og eftirprófum í réttri röð. Ekki var marktækur munur á brottfalli eftir tilraunahópum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.