Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 37
ÞÓRIR ÞÓRISSON
fyrir endurteknar mælingar.13 Tvíhliða dreifigreiningu var einnig beitt á áhrif
einstakra þjálfunardæma (A1-A2) eftir tilraunahópum (dæmi x hópar).
NIÐURSTÖÐUR
Er gagn í upplýsingum sem standast bara stundum?
(a) Þjálfunin: Nær öllum nemendum tókst, innan 16 tilrauna, að læra rétta
flokkun þeirra níu þjálfunardæma (A1-B4) sem lögð voru fyrir báða hópana án
orðskýringa. Aðeins tveimur nemendum í einkennahópnum (N=45) og fimm í
dæmahópi (N=43) mistókst að ná þessu markmiði. Námshraði einkennahópsins var
þó marktækt meiri. Nemendur hans þurftu að meðaltali 7,07 tilraunir og gerðu
20,84 villur þar til þeir náðu réttri flokkun á móti 9,13 tilraunum og 28,33 villum
dæmahópsins. Samvikagreining (ANCOVA) staðfesti mun milli hópanna bæði
hvað varðaði fjölda tilrauna (F(l, 78)=4,78, MS=54,33, p<0,05) og fjölda flokkunar-
villna (F(l, 85)=9,73, MS=638,78, p<0,01).
(b) Flokkunarprófið: Yfirburðir einkennahópsins við flokkun nýrra tóndæma (sjá
Y1-Y7 í Töflu 5) veittu enn frekari vísbendingu um að tónfræðilegar upplýsingar
um dæmigerð stíleinkenni kæmu nemendunum að gagni þrátt fyrir tíðar undan-
tekningar dæmanna frá hverju einstöku sérkenni. Einkennahópurinn gerði að
meðaltali 2,33 villur við flokkun þessara sjö dæma á móti 3,42 villum dæmahópsins
(F(l, 85)=19,80, MS=27,64, p<0,01).
Hvaða einkenni hafa mest áhrif á flokkun?
Nemendur beggja hópa áttu auðveldara með að skynja einkenni tónvefs (þunns -
þykks) og hljómferlis (stefnufasts - óræðs) heldur en eiginleika slags (taktfasts -
sveigjanlegs) og hendingaskipunar (jafnrar - ójafnrar). Eiginleikar tónvefs og
hljómferlis höfðu afgerandi áhrif á hvernig nemendur flokkuðu bæði þau dæmi
sem notuð voru við þjálfunina og á sértekningarprófunum tveimur. Þessi niður-
staða byggist á þremur vísbendingum er styðja hver aðra (a-c hér á eftir).
Þjálfunin: (a) Fram kemur á Mynd 1 að afgerandi munur var á því hvernig
nemendum gekk að læra rétta flokkun þeirra átta dæma (S1-S8) sem notuð voru til
að lýsa slagi, hendingum, tónvef og hljómferli (megináhrif eiginleika: F(3,
261)=68,04, MS=322,82, p<0,01). Lengstan tíma tók að læra rétta flokkun dæma sem
lýstu slagi (meðaltalsvillur fyrir dæmi S1 og S2 = 5,83), þá hendingadæmi (villur
fyrir S3 og S4 M=5,26) og síðan hljómferlisdæmi (villur fyrir S7 og S8 M=3,31).
Auðveldast reyndist að tengja tónvefseinkenni við stíl (villur fyrir S5 og S6
M=l,64). Tukey HSD-próf staðfesti að tónvefsvísbendingar voru merkingarbærastar,
þá vísbendingar hljómferlis, en nemendum reyndist jafn erfitt að nýta sér einkenni
slags og hendinga sem vísbendingu um stílflokkun dæmanna.
13 Repeated measures ANOVA (Wilkinson 1990).
35