Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 68
SKÓLASTARF OG MARKAÐSLÖGMÁLIN
urstengt launakerfi virkað hvetjandi í starfi. Murnare og Cohen (1986) hafa rann-
sakað áhrifin af því að tengja árangur í starfi við launagreiðslur. Hér verður gerð
frekari grein fyrir rannsóknum þeirra.
Ef gengið er út frá því, að starfsmenn reyni að komast af með minni vinnu en
stofnunin ætlast til af þeim og að það sé mjög kostnaðarsamt að fylgjast með
afköstum þeirra, þá kallar slíkt á öflugt eftirlits- og matskerfi. Það er mjög kostnað-
arsamt og getur hæglega étið upp allt það sem áunnist hefur með sparnaði. I iðnaði
hefur verið reynt að komast hjá þessum mikla kostnaði með því að einbeita eftir-
litinu að einstökum þáttum framleiðslunnar. Með þessu má lækka kostnað, en ekki
er hægt að komast hjá því að margir starfsmenn hagi seglum eftir vindi í starfi sínu
og framkvæmi eingöngu það sem þeir komast af með. Margir skipta sér t.d. ekki af
viðhaldi á vélum nema að þeir sjálfir fái umbun fyrir.
Það hefur einnig sýnt sig að það að miða launagreiðslur við árangur í starfi á
betur við í iðnaði og framleiðslu en í skólum. Að miða launagreiðslur í skólastarfi
við árangur getur haft neikvæð áhrif á skólastarfið í heild sinni:
- Að umbuna fyrir afmörkuð námsmarkmið, eins og t.d. lestrarkunnáttu,
gerir það að verkum að önnur markmið falla í skuggann og minni
áhersla er lögð á þau.
- Arangur nemenda er gjarnan metinn án tillits til forsendna þeirra til
náms. Hætta er á að metnaðargjarnir kennarar leggi mesta áherslu á þá
nemendur sem hafa bestu forsendur til að ná árangri.
- f skólum, þar sem mældur árangur gefur meira í aðra hönd, virðist
vinnuandi oft vera slæmur. Það eru ekki síst nemendur og skólastjórar
sem finna fyrir slíku. Þetta stríðir einnig gegn því æskilega markmiði að
kennarar hafi mikla samvinnu um skipulag skólastarfsins. Þetta fyrir-
bæri er þekkt í háskóladeildum þar sem beitt er fjöldatakmörkunum því
samvinna nemenda og samstarf verður oft í lágmarki þegar samkeppni
er hörð (sjá Arnman og jnsson 1993).
Murnare og Cohen (1986) hafa komist að því í rannsóknum sínum á afstöðu skóla-
stjóra og kennara til árangurstengds launakerfis, að ýmis vandkvæði eru á fram-
kvæmdinni. Þau helstu eru þessi:
- Erfitt er að útskýra fyrir kennara að aðrir standi sig betur og fái þess vegna
hærri laun. Kennarinn vill fá að vita hvað sé að til að geta bætt sig. Vand-
inn er bara sá að ekki eru til einfaldar uppskriftir sem hægt er að vísa til.
- Kennarar hafa ákveðnar hugmyndir um eigin getu og annarra. Ef háar
hugmyndir um eigin getu fá ekki staðfestingu í umhverfinu getur það
haft slæm áhrif á viðkomandi kennara.
- Hætta er á að kennarar reyna að dylja eigin vandamál í skólastarfinu og
reyni að spila á kerfið þegar þeir eru undir smásjá.
- Neikvæð umræða og tortryggni í kennarasamfélaginu virðist aukast og
hefur það slæm áhrif á samstarf.
- Ef skólastjórinn á einhvern þátt í mati á starfi kennara breytist hlutverk
hans úr því að vera hinn hjálpsami leiðbeinandi í að vera hinn gagnrýni
dómari.
66