Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 68

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 68
SKÓLASTARF OG MARKAÐSLÖGMÁLIN urstengt launakerfi virkað hvetjandi í starfi. Murnare og Cohen (1986) hafa rann- sakað áhrifin af því að tengja árangur í starfi við launagreiðslur. Hér verður gerð frekari grein fyrir rannsóknum þeirra. Ef gengið er út frá því, að starfsmenn reyni að komast af með minni vinnu en stofnunin ætlast til af þeim og að það sé mjög kostnaðarsamt að fylgjast með afköstum þeirra, þá kallar slíkt á öflugt eftirlits- og matskerfi. Það er mjög kostnað- arsamt og getur hæglega étið upp allt það sem áunnist hefur með sparnaði. I iðnaði hefur verið reynt að komast hjá þessum mikla kostnaði með því að einbeita eftir- litinu að einstökum þáttum framleiðslunnar. Með þessu má lækka kostnað, en ekki er hægt að komast hjá því að margir starfsmenn hagi seglum eftir vindi í starfi sínu og framkvæmi eingöngu það sem þeir komast af með. Margir skipta sér t.d. ekki af viðhaldi á vélum nema að þeir sjálfir fái umbun fyrir. Það hefur einnig sýnt sig að það að miða launagreiðslur við árangur í starfi á betur við í iðnaði og framleiðslu en í skólum. Að miða launagreiðslur í skólastarfi við árangur getur haft neikvæð áhrif á skólastarfið í heild sinni: - Að umbuna fyrir afmörkuð námsmarkmið, eins og t.d. lestrarkunnáttu, gerir það að verkum að önnur markmið falla í skuggann og minni áhersla er lögð á þau. - Arangur nemenda er gjarnan metinn án tillits til forsendna þeirra til náms. Hætta er á að metnaðargjarnir kennarar leggi mesta áherslu á þá nemendur sem hafa bestu forsendur til að ná árangri. - f skólum, þar sem mældur árangur gefur meira í aðra hönd, virðist vinnuandi oft vera slæmur. Það eru ekki síst nemendur og skólastjórar sem finna fyrir slíku. Þetta stríðir einnig gegn því æskilega markmiði að kennarar hafi mikla samvinnu um skipulag skólastarfsins. Þetta fyrir- bæri er þekkt í háskóladeildum þar sem beitt er fjöldatakmörkunum því samvinna nemenda og samstarf verður oft í lágmarki þegar samkeppni er hörð (sjá Arnman og jnsson 1993). Murnare og Cohen (1986) hafa komist að því í rannsóknum sínum á afstöðu skóla- stjóra og kennara til árangurstengds launakerfis, að ýmis vandkvæði eru á fram- kvæmdinni. Þau helstu eru þessi: - Erfitt er að útskýra fyrir kennara að aðrir standi sig betur og fái þess vegna hærri laun. Kennarinn vill fá að vita hvað sé að til að geta bætt sig. Vand- inn er bara sá að ekki eru til einfaldar uppskriftir sem hægt er að vísa til. - Kennarar hafa ákveðnar hugmyndir um eigin getu og annarra. Ef háar hugmyndir um eigin getu fá ekki staðfestingu í umhverfinu getur það haft slæm áhrif á viðkomandi kennara. - Hætta er á að kennarar reyna að dylja eigin vandamál í skólastarfinu og reyni að spila á kerfið þegar þeir eru undir smásjá. - Neikvæð umræða og tortryggni í kennarasamfélaginu virðist aukast og hefur það slæm áhrif á samstarf. - Ef skólastjórinn á einhvern þátt í mati á starfi kennara breytist hlutverk hans úr því að vera hinn hjálpsami leiðbeinandi í að vera hinn gagnrýni dómari. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.