Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 85
JÓN SIGURÐSSON
fræðslustarfsins. Og hver á að meta slíkt og hvernig? Löngum hafa menn viljað lifa
eftir þeirri kenningu að e.t.v. sé best að leiða þetta alveg hjá sér, þetta sé of „há-
spekilegt". Þeir sem hneigjast að mælistikum atvinnulífsins hafa aftur á móti spurt
hvað um fræðslustarfsemina verði ef árangur hennar sætir almennum fyrningar-
reglum.
Og enn verður spurt: Þegar nú árangurinn loksins birtist, hvað sannast þá að
nýtist af fræðslustarfinu, og hvað hefur gagnast meira eða betur en eitthvað annað
af því sem kennt hafði verið?
Við þessi nýju skilyrði og viðhorf í rekstri fræðslustofnana verður um það spurt
hver sé raunveruleg áhætta stofnunarinnar. Verða menn nokkru sinni dregnir til
ábyrgðar? Þá spyrja menn og hvernig unnt sé að afhjúpa mistök, og þó enn frekar
hvernig unnt megi verða að komast hjá því að alvarleg mistök eigi sér stað. Hvernig
og í hvaða skyni á t.d. að leysa úr ágreiningi í störfum, eða er það frjótt og skapandi
að hafa stöðugan ágreining og átök? Er ekki hættulegt að hafa „of góðan" frið í
slíkri stofnun? Þetta er mjög mikilvægt atriði varðandi stefnumótun og þróunar-
stjórnun.
MÆLISTIKUR
í ljósi allra þessara skilgreiningarefna verður að meta hvaða mælistikur á að nota
við stjórnun og ákvarðanir. Nýju ljósi verður þannig brugðið á það hvernig meta
skal námsárangur, semja verkefni og próf, eða vega og meta frammistöðu kennara
og rannsóknarmanna. Þá verður enn að ákvarða hver á að meta hvern, og hvaða
mælistikum á að beita til að greina það hvort námsmaður stendur sig vel eða illa,
eða hvort kennari vinnur fyrir kaupinu sínu eða ekki. Hvaða máli skiptir slíkt mat?
Og í þessu samhengi verður að sjá hvernig teknar verða ákvarðanir um breytingar
og framþróun í starfseminni.
Mikilvægt er að kannað verði hvernig haga má málum fræðslustofnunar þann-
ig að sérfræðingar, kennarar og rannsóknarmenn njóti sín sem best og fái sem
mestu og bestu áorkað. Hvernig er í verki unnt að örva þá og hvetja en setja þeim
um leið hæfilegt aðhald og ábyrgð? I árangursríku starfi sérfræðingsins og vísinda-
könnuðarins þarf svigrúm, frjálsræði, tilraunagleði, nýjungagirni og leitaráhuga. I
starfi kennarans, fyrirlesarans, leiðbeinandans og verkefnisstjórans þarf vinnugleði,
áhuga á námsfólkinu og aðstöðu þess, og það þarf tilfinningu og hlýju. Þar sem
stöðugt á að sækja fram þarf að viðurkenna viljann fyrir verkið þegar eitthvað tekst
ekki fyllilega sem einlæglega hafði verið reynt. Hér þarf því augljóslega alveg sér-
staka gerð stjórnunar, alveg sérstaka stjórnunarháttu sem sameina frelsi og ábyrgð
með árangursríkum og markvísum hætti (Katz 1988:201-246 og víðar). Sérstaðan
skýrist enn við það að háskólastofnunum er flestum stjórnað meira eða minna af
svokölluðu „akademísku jafningjalýðræði" á deildarfundum eða í öðrum sambæri-
legum ráðum þar sem kennarar og rannsóknarmenn koma saman.
Margar þessara spurninga lúta beint að kjarna málsins: Hvað hafa fræðslu-
stofnanir eiginlega að bjóða: mannauð, menntun, menningu, siðferði, þroska, þekk-
ingu, vitneskju, skilning, leikni, þjálfun, vinnulag, verksvit, handtök, viðhorf, dugn-
83