Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 85

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 85
JÓN SIGURÐSSON fræðslustarfsins. Og hver á að meta slíkt og hvernig? Löngum hafa menn viljað lifa eftir þeirri kenningu að e.t.v. sé best að leiða þetta alveg hjá sér, þetta sé of „há- spekilegt". Þeir sem hneigjast að mælistikum atvinnulífsins hafa aftur á móti spurt hvað um fræðslustarfsemina verði ef árangur hennar sætir almennum fyrningar- reglum. Og enn verður spurt: Þegar nú árangurinn loksins birtist, hvað sannast þá að nýtist af fræðslustarfinu, og hvað hefur gagnast meira eða betur en eitthvað annað af því sem kennt hafði verið? Við þessi nýju skilyrði og viðhorf í rekstri fræðslustofnana verður um það spurt hver sé raunveruleg áhætta stofnunarinnar. Verða menn nokkru sinni dregnir til ábyrgðar? Þá spyrja menn og hvernig unnt sé að afhjúpa mistök, og þó enn frekar hvernig unnt megi verða að komast hjá því að alvarleg mistök eigi sér stað. Hvernig og í hvaða skyni á t.d. að leysa úr ágreiningi í störfum, eða er það frjótt og skapandi að hafa stöðugan ágreining og átök? Er ekki hættulegt að hafa „of góðan" frið í slíkri stofnun? Þetta er mjög mikilvægt atriði varðandi stefnumótun og þróunar- stjórnun. MÆLISTIKUR í ljósi allra þessara skilgreiningarefna verður að meta hvaða mælistikur á að nota við stjórnun og ákvarðanir. Nýju ljósi verður þannig brugðið á það hvernig meta skal námsárangur, semja verkefni og próf, eða vega og meta frammistöðu kennara og rannsóknarmanna. Þá verður enn að ákvarða hver á að meta hvern, og hvaða mælistikum á að beita til að greina það hvort námsmaður stendur sig vel eða illa, eða hvort kennari vinnur fyrir kaupinu sínu eða ekki. Hvaða máli skiptir slíkt mat? Og í þessu samhengi verður að sjá hvernig teknar verða ákvarðanir um breytingar og framþróun í starfseminni. Mikilvægt er að kannað verði hvernig haga má málum fræðslustofnunar þann- ig að sérfræðingar, kennarar og rannsóknarmenn njóti sín sem best og fái sem mestu og bestu áorkað. Hvernig er í verki unnt að örva þá og hvetja en setja þeim um leið hæfilegt aðhald og ábyrgð? I árangursríku starfi sérfræðingsins og vísinda- könnuðarins þarf svigrúm, frjálsræði, tilraunagleði, nýjungagirni og leitaráhuga. I starfi kennarans, fyrirlesarans, leiðbeinandans og verkefnisstjórans þarf vinnugleði, áhuga á námsfólkinu og aðstöðu þess, og það þarf tilfinningu og hlýju. Þar sem stöðugt á að sækja fram þarf að viðurkenna viljann fyrir verkið þegar eitthvað tekst ekki fyllilega sem einlæglega hafði verið reynt. Hér þarf því augljóslega alveg sér- staka gerð stjórnunar, alveg sérstaka stjórnunarháttu sem sameina frelsi og ábyrgð með árangursríkum og markvísum hætti (Katz 1988:201-246 og víðar). Sérstaðan skýrist enn við það að háskólastofnunum er flestum stjórnað meira eða minna af svokölluðu „akademísku jafningjalýðræði" á deildarfundum eða í öðrum sambæri- legum ráðum þar sem kennarar og rannsóknarmenn koma saman. Margar þessara spurninga lúta beint að kjarna málsins: Hvað hafa fræðslu- stofnanir eiginlega að bjóða: mannauð, menntun, menningu, siðferði, þroska, þekk- ingu, vitneskju, skilning, leikni, þjálfun, vinnulag, verksvit, handtök, viðhorf, dugn- 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.