Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 111
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR urinn ekki að njóta sín í krafti eiginleika sinna. Einnig er líklegt að staðlaðar ímynd- ir séu notaðar til að réttlæta kynjamismunun. Í flestum kenningunum er litið svo á að kynhlutverk í hverju samfélagi hafi áhrif á þróun kynferðisvitundar enda felast í hlutverkunum upplýsingar til barn- anna um einkenni þess að vera karlkyns eða kvenkyns. Ef karlarnir eru aðallega í hlutverkum sem fela í sér völd er líklegt að drengir telji sig eiga að ráða, vera þeir sem völdin hafa. Sjálfsvitund stúlkna og upplifun af eigin kynferði mótast af þeim fyrirmyndum sem þær hafa um viðfangsefni og félagslega stöðu kvenna. Samkvæmt ofangreindum kenningum og rannsóknum hefur kynferði barna víðtæk áhrif á þroska þeirra. Hugtakið kynferðisvitund má nota til að varpa ljósi á þetta mótunarferli. Kenningar og rannsóknir benda til þess að kynferðið setji börn- um skorður, en jafnframt til þess að þau öðlist með auknum þroska hæfni til að vera gagnrýnin á þessar skorður. Sterk kynferðisvitund felst samkvæmt flestum ofangreindum kenningum í því að einstaklingurinn viðurkennir og virðir eigið kynferði en hefur vitsmunalegan eða tilfinningalegan styrk til að standa gegn stöðl- uðum hugmyndum og fordómum um kynferði og kynhlutverk (sjá m.a. Imsen 1991:131, Serbin o.fl. 1993). Þeir sem hafa sterka kynferðisvitund þurfa ekki stöðugt að leita leiða til að sýna fram á kvenleika sinn eða karlmennsku. Deila má um hversu vel kenningar og fræðileg hugtök nýtast til að dýpka skilning verðandi kennara á því flókna mannlega samspili sem mótast af kynferði barnanna og getur haft áhrif á frelsi þeirra og möguleika til persónulegs þroska. En kennaranemar í Kennaraháskóla Islands kynnast þessum hugmyndum og rann- sóknum á námskeiðinu í þróunarsálarfræði enda þótt ekki sé unnt að kafa djúpt í þær. Hluti nemanna skrifar ritgerð um þetta efni þar sem ætlast er til að þeir tengi saman fræðilegt efni og upplýsingar sem þeir afla með viðtölum eða athugunum á börnum. JAFNRÉTTI, MISRÉTTI OG SKÓLASTARF Kennurum í grunnskólum er ætlað að sjá til þess að börnum séu búin sem best þroskaskilyrði í skóla (sjá m.a. Aðalnámskrá grunnskóla 1989:13 og 174). Þess vegna ber þeim að vera á verði gagnvart hugsanlegum neikvæðum áhrifum sem kyn- bundnar væntingar, viðmiðanir og fordómar hafa á þroska barna. I lögum um jafnrétti kynja (Lög um jafna stöðu ... 1991) er tilgreint að skylt sé að gæta þess í kennslu að kynjum sé ekki mismunað og einnig að veita skuli fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum. í skýrslu starfshóps á vegum menntamála- ráðuneytisins eru gerðar tillögur um stefnu og markmið í skólastarfi sem hafa jafn- rétti að leiðarljósi. Meginmarkmið hljóðar þannig: „í skólastarfi skal leitast við að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu bæði stúlkna og drengja og búa þau jafnt undir virka þátttöku í fjölskyldulífi, atvinnulífi og mótun samfélagsins alls" (Mennta- málaráðuneytið 1990:15). Kennurum er þarna meiri vandi á höndum en sjá má í fljótu bragði. Hefð- bundar námsgreinar einkenna inntak skólastarfsins, en engin eða lítil áhersla er lögð á að undirbúa börn og unglinga fyrir uppeldishlutverkið eða fyrir „virka 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.