Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 36
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN
formi getu nemendanna til aö flokka (a) þau níu þjálfunardæmi sem Iögð voru fyrir
báða hópa án orðskýringa (A1-B4); (b) yfirfærsludæmin sjö (Y1-Y7). Öll voru
tóndæmin tvítekin. Auk þess að flokka dæmin gáfu nemendur til kynna hversu
vissir þeir væru um flokkunina með því að merkja við á 3ja-þrepa kvarða.11 Enn
fremur voru nemendur beðnir að gera grein fyrir þeirri aðferð sem þeir beittu við
flokkun dæmanna og einnig að tilgreina ástæður fyrir flokkun sinni á ákveðnum
dæmum. Síðastnefndu gögnin voru notuð til að fá innsýn í hvað lægi að baki
þrálátri misflokkun sumra dæmanna. (2) Sértekningarprófið. Meginhlutverk sértekn-
ingarprófsins var að kanna hvaða áhrif reynsla af tóndæmunum og upplýsingar
um flokkun þeirra hefði á sértekningu dæmahópsnemendanna. Prófið byggðist
mjög á tilvísun í stíleinkennin átta sem notuð voru við þjálfun einkennahópsins
(stefnufastir hljómar o.s.frv.). Til að prófið yrði nægilega merkingarbært fyrir nem-
endur dæmahópsins voru þeim því (í tímanum fyrir prófið) gefnar sömu útskýr-
ingar og veittar höfðu verið einkennahópnum fyrir tilraunirnar sextán (sjá bls. 32).
A sértekningarprófinu voru 28 spurningar þar sem nemendur voru ýmist beðnir að
(a) bera saman tvö tóndæmi og segja til um hvort dæmið endurspeglaði betur
tiltekið einkenni (t.d. ójafnar hendingar); (b) flokka sértekningardæmi tónlistar-
einkenna (S1-S8) sem A eða B stíl; (c) segja til um hvorum stílnum orðskýringarnar
átta (t.d. stefnufastir hljómar) tengdust. Sjö spurningar prófuðu sértekningu hvers
tónlistareiginleika (slags, hendinga, tónvefs og hljómferlis).
Gagnasöfnun. I þjálfunarhluta rannsóknarinnar skráði höfundur flokkunarvillur
hvers nemanda eftir dæmum fyrir hverja tilraun sérstaklega. Breytilegur villufjöldi
eftir dæmum (bæði í þjálfun og á eftirprófum) ásamt skilgreiningum sérfræðing-
anna á eiginleikum dæmanna voru síðan notuð til að álykta: (a) um áhrif þeirra
upplýsinga sem nemendur (í einkennahópi) fengu um dæmigerð stíleinkenni átta
þjálfunardæmanna (S1-S8) á flokkun þeirra á hinum níu (A1-B4) og á yfirfærslu-
dæmunum sjö (Y1-Y7), en dæmin endurspegluðu illa afmörkuð hugtök að undan-
skildum frumgerðunum B4 (0. J0) og Y3 (1111); (b) eftir hvaða tónlistareiginleikum
(slagi, hendingum, tónvef eða hljómferli) nemendur færu helst við stílflokkunina;
(c) að hvaða marki nemendur (í dæmahópi) sértækju stíleinkennin án beinna upp-
lýsinga um þau; (d) hvort nemendur beittu flokkunaraðferðum í samræmi við spár
dæma- eða frumgerðarkenningar.
Þar sem fram kom marktækur munur á villufjölda hópanna eftir fyrstu tilraun
voru gögn er vörðuðu þjálfunaraðferðirnar greind með einhliða samvikagreiningu
(ANCOVA) þar sem samvikinn (covariate) var villufjöldi í fyrstu tilraun.12 Þessari
greiningaraðferð var þó aðeins beitt ef samvikinn hafði marktæka fylgni við þá
fylgibreytu sem greind var (villur á A1-B4 í þjálfun og á eftirprófi; og eftirprófs-
villur fyrir Y1-Y7). Við greiningu á áhrifum tónlistareinkennanna átta á flokkunar-
villur á sértekningarprófinu var beitt tvíhliða dreifigreiningu (einkenni x hópar)
11 Kvarðinn var 1 = algjör ágiskun, 2 = mitt á milli, 3 = alveg viss. Þetta vissumat var eitt af því sem notað var til
að álykta um þá flokkunaraðferð sem nemendur beittu (sjá nánar á bls. 39).
12 Samvikagreining (analysis of covariance) tekur mið af upphaflegum mun á meðaltalsvillum hópanna við
endanlegan marktækniútreikning.
34