Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 69

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 69
GUNNAR E. FINNBOGASON Hjá þeim sem leggja mat á kennslu eru skiptar skoðanir um það hvað sé góð og slæm kennsla. Fram hefur komið í athugunum að kennarar voru ekki í vafa um eigin hæfni til að meta kennsluna hjá öðrum en hins vegar komu fram efasemdir hjá þessum sömu kennurum um hæfni annarra til að meta sína eigin kennslu. Fram komu einnig miklar efasemdir um að mögulegt væri að skapa samstöðu um mat á kennslu með því að bjóða upp á þjálfun og námskeið (Ahlström 1988, Ball 1990, Arnman og Jönsson 1993, Daun 1993). Til að hægt sé að ná samstöðu um árangurstengt launakerfi þarf að ríkja sam- staða um þá mælikvarða (gæðavísa) sem við leggjum á kennslu. Hvaða afstöðu eiga kennarasamtökin að taka í slíkum málum? Ekki er einu sinni full samstaða um menntastefnu Kennarasambands íslands innan raða samtakanna sem gjarnan endurspeglast í afstöðunni til samræmdra prófa. Eru þá meiri líkur til að samstaða náist um sameiginlegan mælikvarða á góða og slæma kennslu? Vandinn liggur í því að það eru ekki til einhlítar leiðir í skólastarfi sem nota má til að ná settu marki því leiðirnar geta verið margar og henta nemendum misvel. í rannsókn Murnanes og Cohens (1986) á ólíkum skólaumdæmum í Bandaríkj- unum kom fram að árangurstengd launakerfi höfðu lengst verið í notkun í fimm ár. Þegar umdæmin tóku upp nýjar starfsreglur voru kennarasamtökin með í ráðum. Með nýjum reglum var það algengt að kennarar þyrftu að sýna einhvern afrakstur til að fá uppbót á laun, t.d. í formi lokaskýrslu yfir þróunarstarf. Greidd voru sérstök laun í formi yfirvinnu ef viðkomandi gat sýnt fram á að hann hefði unnið umfram vinnuskyldu. Þetta hljómar kunnuglega fyrir þá sem starfa við háskóla- stofnanir hér á landi. Vinnumatssjóðir við háskólastofnanir hafa það hlutverk að greiða yfirvinnu vegna rannsókna og stjórnunar. Auk þessa var algengt að kenn- arar gætu valið um það hvort þeir tækju þátt í samkeppni um hærri laun eða ekki. BREYTT KENNARAMENNTUN í Ijósi hugmynda markaðshyggjunnar hafa Söderström (1987) og Pettersson (1987) gagnrýnt ríkjandi kennaramenntun. Söderström bendir á að rannsóknir, sem gerðar hafi verið í Bandaríkjunum, sýni að auknar kröfur í kennaranámi hafi engu breytt. Ekki sé hægt að finna neitt tölfræðilegt samband á milli prófgráðu og árangurs í kennslu. Söderström vísar máli sínu til stuðnings til Hanusheks (1986) sem heldur því fram að hvorki aukin áhersla á kennslugreinar skólanna né aukin kennsla í uppeldis- og kennslufræðum hafi nokkur áhrif haft á kennarahæfni. Hægt sé að minnka vægi uppeldis- og kennslufræða í kennaramenntun án þess að það komi niður á gæðum kennslunnar. Ef kenna þurfi einhverja uppeldis- og kennslufræði eigi slík menntun að tengjast endurmenntun kennara. Hanushek hefur reiknað út að þrátt fyrir að kostnaður við skólastarf í Bandaríkjunum hafi aukist um 3,3% á ári á tímabilinu 1960-1980 hafi námsárangur versnað í stærðfræði og munnlegri tján- ingu. Á sama tímabili hefur kostnaður við skólahald í Svíþjóð aukist um svipaðan hundraðshluta (3%) (Söderström 1987:31). Það sem mestu máli skiptir í kennara- starfinu sé persónuleiki kennarans. Hæfileikar til að kenna séu náðargáfa sem ekki er hægt að læra, annaðhvort hafa menn þetta í sér eða ekki. Vegna þessa benda þeir 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.