Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 38
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN
Mynd 1
Villufjöldi (meðaltal) við flokkun
sértekningardæmanna S1-S8 við þjálfun
6
Eftirpróf: (b) Á Mynd 2 sést að sértekningarprófið staðfesti þann mun á vísbending-
argildi slags, hendinga, tónvefs og hljómferlis sem fram kom í þjálfuninni (megin-
áhrif eiginleika: F(3, 258)=22,27, MS=18,68, p<0,01). Meðaltalsvillur fyrir úrtakið allt
(N=88) á þeim sjö spurningum er mældu sértekningu á hverjum eiginleika voru:
Slag 1,32, hendingar 1,33, tónvefur 0,36 og hljómferli 0,86 (dreifisvið = 0-7 villur).14
Ólíkt Mynd 1 birtir Mynd 2 þennan mun þó eftir hópum. Ef litið er fram hjá lítils
háttar hópamun hvað varðar villufjölda eftir slagi og hendingum, kemur vel fram á
myndinni að nemendum beggja hópa reyndust sömu tónlistareiginleikar ýmist
léttir eða erfiðir.
(c) Þriðja staðfestingin á mismunandi vísbendingargildi eiginleikanna var breyti-
legur villufjöldi dæma á flokkunarprófinu eftir því hvaða einkenni þeirra vék frá
hinu dæmigerða fyrir hvorn stíl, sjá t.d. fjölgun villna á dæmum A4, B2, Yl, og Y4 í
Töflu 5 en öll viku þau frá dæmigerðum tónvef stílanna. Aukinn villufjöldi á þess-
um dæmum gefur sterklega til kynna yfirgnæfandi mikilvægi tónvefseinkenna fyrir
dæmahópinn.
14 Tukey HSD-próf staðfesti sama mun milli einkennanna og fram kom í þjálfuninni.
36