Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 62
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA _____________________________________________ Hassneysla Mikill meirihluti unglinga hefur aldrei prófað hass. Ef bornar eru saman niður- stöður rannsóknarinnar og fyrri kannana er þó áhyggjuefni að sjá að hlutfall þeirra unglinga, sem neytt hafa hass, virðist hafa aukist verulega á aðeins þremur árum. Fyrst skal nefna að 4,3% unglinga (54 talsins) í 9. bekk segjast hafa prófað hass á síðastliðnu ári og er það svipað hlutfall og kom fram í könnun 1992 hjá unglingum sem voru árinu eldri, þ.e. í 10. bekk (sjá yfirlit Þórodds Bjarnasonar 1992). Þá segjast hér 11,3% þeirra (131 unglingur), sem eru komnir í 10. bekk, hafa neytt hass á síðastliðnu ári. Sú aukning, sem merkja mátti meðal 18 ára ungmenna árið 1992 og getið var um hér að framan, virðist því hafa færst í yngri aldurshópa. Þá er ugg- vekjandi að nú er svo komið að hlutfall þeirra 10. bekkinga, sem reykt hafa hass, er nánast það sama og árið 1984, en það ár náði hassneysla 10. bekkinga hámarki (sama rit). Hlutfallslega fleiri piltar en stúlkur hafa prófað að reykja hass. I þessu tilliti virðast þeir því í meiri áhættu en stúlkurnar. Ennfremur kemur fram að algengast er að þeir unglingar, sem reykt hafa hass, hafi prófað hass í fyrsta skipti 14 eða 15 ára og gefur það vísbendingu um að mikilvægt er að hefja forvarnarstarf við upp- haf unglingsára. Greinileg tengsl eru á milli viðhorfa unglinga til hassneyslu fólks og þess hvort þeir sjálfir hafi reykt hass eða ekki, eins og einnig kom fram í tilviki reykinga og áfengisneyslu (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal 1995:48-51). Þeir unglingar, sem aldrei hafa reykt hass, taka sterkari afstöðu gegn hassneyslu en hinir sem prófað hafa hass. Langflestir unglingar eru mjög á móti hassneyslu fólks, bæði þegar þeir eru í 9. og 10. bekk, og er afstaða þeirra einarðari eftir því sem neysla sem um er spurt er meiri. í 10. bekk virðist þó lægra hlutfall þeirra vera mjög á móti því að fólk prófi hass en þegar þeir voru í 9. bekk. Viðhorf til áhættu samfara hassneyslu virðist einnig breytast á sömu leið á milli ára. Sem dæmi má taka að þrír af hverjum fjórum unglingum í 9. bekk telja fólk taka mjög mikla áhættu með því að prófa hass en ríflega 60% þegar þeir eru komnir í 10. bekk. A það skal minnt að viðhorf þeirra til tóbaksreykinga er svipað á milli ára, en viðhorf þeirra til hass- neyslu virðist samkvæmt þessu enn vera í mótun á þessum aldri. Ef til vill á þáttur upplýsinga og forvarnarstarfs þar hlut að máli, en hann hefur í ríkari mæli beinst að tóbaksreykingum en hassneyslu. Þessi breyting á viðhorfum unglinganna til hassneyslu gefur vísbendingu um hve mikilvægt er að vinna með viðhorf ungling- anna. Tengsl áfengisneyslu, tóbaksreykinga og hassneyslu Ymislegt markvert kemur í ljós þegar bornar eru saman tóbaksreykingar og áfeng- isneysla unglinganna á milli ára með hliðsjón af hassneyslu þeirra: þeirra sem aldrei höfðu prófað hass (hópur 1), þeirra sem höfðu prófað hass í 10. bekk en ekki í 9. bekk (hópur 2) og þeirra sem höfðu prófað hass þegar í 9. bekk (hópur 3). Fyrst ber að nefna að afar hátt hlutfall þeirra, sem reykt höfðu hass í 9. bekk, bæði reyktu sígarettur þá þegar og drukku áfengi oft og mikið. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.