Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 66

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 66
SKÓLASTARF OG MARKAÐSLÖGMÁLIN Tilgangur minn með þessari grein er að skoða hugmyndir markaðshyggjunnar, hvað þær feli í sér, hvaða afleiðingar þær geti haft og hvort þær hafi haft einhver áhrif á hugmyndir um breytta starfshætti í íslenskum skólum. Athugað verður hvort menntamálaumræðan hér á landi hafi mótast af þessum nýju hugmyndum og hvort þær hafi sett svip sinn á umræðuna um uppbyggingu og framtíðarskipan kennaramenntunar í landinu. NÝSKIPAN SKÓLAMÁLA Þær hugmyndir, sem fram hafa komið á síðustu áratugum um nýskipan skólamála og gjarnan eru kenndar við frjálshyggju, eiga rætur að rekja til stjórnartíðar Reagans í Bandaríkjunum. Shor (1987) hefur sérstaklega lagt sig eftir að rannsaka átökin í skólamálum sem urðu í bandarísku samfélagi á tímabilinu 1969-1984. Hann skiptir þessu tímabili í þrjú skeið: the Career Education (1971-75), the Literacy Crisis and back-to-basics (1975-82) og the war for ‘excellence' and against ‘mediocrity' (1982-84). Norðmaðurinn Svein Lorentzen (1991) hefur skoðað þessa sömu þróun, sérstaklega eftir 1980. A Englandi hafa frjálshyggjuhugmyndir einnig komið fram hjá stjórnvöldum og eru gjarnan kenndar við „thatcherisma" en Hargreaves (1988) og Telhaug (1993) hafa gert athyglisverðar rannsóknir á hugmyndafræði „thatcher- ismans" og þeim afleiðingum sem hann hefur haft fyrir menntakerfið á Bretlands- eyjum. I Svíþjóð hafa þessar hugmyndir einnig verið til umræðu í tengslum við ný- afstaðna endurskoðun á skólalöggjöfinni og lögum um kennaramenntun. Til að fá frekari innsýn í umræðuna um áhrif frjálshyggjunnar á skólamál í Svíþjóð er bent á skrif og rannsóknir Söderströms (1987), Pettersons (1987), Ahlströms (1988, 1992a og 1992b) og Falkners (1995). Umræðan um breytt fyrirkomulag skólans fékk byr undir báða vængi í lok áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda enda hafa komið fram alþjóðlegir hugmyndastraumar þar sem áherslan er lögð á, hvernig auka megi árangur í skóla- starfi svipað og þegar talað er um að auka framleiðni í framleiðslu. Hugmynda- fræðin grundvallast á því að góð framleiðsla ýti þeirri lakari út af markaðnum og mælikvarðinn á gott og slæmt ráðist af eftirspurninni. Hér er átt við hugmyndir markaðshyggju, einkavæðingar og frjálsrar samkeppni, sem oft eru kenndar við frjálshyggju (sjá Chubb og Moe 1991, Whitty 1989, Boyd 1992a og 1992b, Van Daele 1992 og Eide 1992). Telhaug (1990) skilgreinir hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem áherslur á val- frelsi, einstaklingshyggju, markaðshyggju og lágmarks stýringu („laissez-faire"). Hugmyndafræði frjálshyggjunnar grundvallast á þeirri hugsun að ná megi meiri árangri í skólastarfi með því að láta skólastofnanir keppa sín á milli um neytendur. Valfrelsi skapi um leið ákveðna félagslega lagskiptingu í samfélaginu. Þeir sem njóti hugkvæmni sinnar og réttra aðstæðna hafi valið betri leiðir en aðrir og fái sína umbun í meiri efnalegum gæðum og stöðum hátt í þjóðfélagsstiganum. Þetta skipu- lag grundvallast á valfrelsi einstaklingsins; enginn er þvingaður til neins, hver er sinnar gæfu smiður og ef illa fer er hægt að kenna sjálfum sér um. Ef við yfirfærum þessar hugmyndir á skólaaðstæður þá eru nemendur og foreldrar þeirra neytendur 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.