Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 109
RAGNHUDUR BJARNADÓTTIR í flestum nýlegum kennslubókum í sálarfræði, m.a. þeim sem notaðar eru á námskeiðinu í þróunarsálarfræði, er fjallað sérstaklega um þróun „kynferðisvit- undar" (gender identity, konsidentitet), enda litið svo á að hún sé órjúfanlega samofin sjálfsvitundinni (sjá m.a. Bee 1995:301-312, Evenshaug og Hallen 1991:247-260, Imsen 1991:129-143). Samkvæmt þessum heimildum felst kynferðisvitund einstakl- inga í vitneskju þeirra um hvers kyns þeir eru, í hugmyndum um hvernig þeir eigi að hegða sér og hvers vænst sé af þeim með hliðsjón af kynferði þeirra og einnig í flóknum tilfinningum, eins og sjálfstrausti eða vanmætti, stolti eða skömm, sem þeir tengja við kynferði sitt. I þessum bókum er annars vegar vitnað í rannsóknir og hins vegar lögð áhersla á að skýra þróun kynferðisvitundar og kynbundinnar hegð- unar í ljósi helstu kenninga í þróunarsálarfræði. Fæstir fræðimenn afneita því að meðfæddur líffræðilegur munur hafi áhrif á þetta þróunarferli. Engu að síður bendir menningarlegur munur, einstaklingsmunur og sögulegar staðreyndir til þess að áhrif umhverfis séu óumdeilanleg. í kenningum, sem teljast til djúpsálarfræði, er lögð áhersla á að þróun sjálfs- vitundar og jafnframt kynferðisvitundar sé ómeðvitað ferli, og er hugtakið samsömun notað til að lýsa því flókna ferli sem þróun kynferðisvitundar er. Kenning Freuds um það hvernig drengurinn samsamast föður sínum vegna ástar á móðurinni (og stúlkan móður sinni) er mjög þekkt. Lítið er vitnað í þessa lýsingu Freuds í fyrrgreindum kennslubókum, en aðallega tekið mið af síðari tíma kenningum djúpsálarfræðinnar. Þar er lögð áhersla á að þróun sjálfsvitundar sé háð þeim tengslum sem barnið myndar við foreldra sína, einkum á fyrstu æviárunum, og því hvernig sjálfstæðis- baráttan fer fram. Barnið greinir sig smám saman frá öðrum, áttar sig á því að vilji, þarfir og tilfinningar þess annars vegar og uppalenda hins vegar fara ekki alltaf saman, finnur jafnframt fyrir eigin sérkennum, og lærir, þegar vel tekst til, að treysta sjálfu sér og öðrum. Samtímis er það háð öðrum og samsamast ómeðvitað viðhorf- um, talsmáta og hegðun þeirra sem það myndar náin tengsl við. Barnið finnur ekki aðeins til samsemdar með ákveðnum einstaklingum heldur einnig með hópum - „við eigum eitthvað sameiginlegt" - enda þótt við séum ólíkir einstaklingar. Auk þess að upplifa allar þær innri tilfinningar sem tengjast því að vera „kynvera" skynjar barnið - og síðar unglingurinn - að það tilheyrir ákveðnum hópi fólks af sama kyni. Samkvæmt kenningum Eriks H. Eriksons er „heildstætt aðgreint sjálf" (identity), eða persónulegur stöðugleiki, æðsta markmið þeirrar þróunar sjálfsvitundar sem fram fer á unglingsárum (sjá fyrrgreint lesefni, einkum Imsen 1991) þar sem aðgreiningarferlið er talið skipta sköpum um hvernig til tekst. Hugmyndir Eriksons hafa á síðari tímum verið mjög gagnrýndar af Carol Gilligan, en hún lítur svo á að sveigjanleiki og sú nánd eða umhyggja, sem talin er sterkari þráður í sjálfsvitundarþróun stúlkna en drengja, skipti ekki síður sköpum um það hversu þroskuð sjálfsvitundin er en sá stöðugleiki sem Erikson leggur áherslu á (sjá m.a. Guðnýju Guðbjörnsdóttur 1994a:142-145). Hugmyndir Nancy Chodorof hafa vakið töluverða athygli, en hún hefur fjallað um þau áhrif sem það hefur á bæði stúlkur og drengi að mæður eru fremur en feður í uppeldishlutverki. Hún telur m.a. að samsömun stúlkna við mæður sínar skýri það að umönnunarhlutverk kvenna erfist milli kynslóða og hafi áhrif á kynferðisvitund þeirra (sama rit bls. 184, Simonson og Illeris 1989:89-94). 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.