Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 22
KENNSLA HEIMA OG j SKÓLA
alþýðu gagnvart framfarasinnaðri skólavæðingu (Skjöl nr. 64, 18, 445, 561, sbr.
Edvardsen 1992:63-83,104-113).
Með þeim fræðsluformum sem tíðkuðust á þessu tímabili í sveitum landsins,
farskóla og eftirlitskennslu, var óhjákvæmilega stofnað til náins sambýlis „heimila
og skóla" þar sem kennarar bjuggu og hrærðust meðal nemenda og heimilisfólks.
Þrátt fyrir oft afar fátæklegar ytri aðstæður eru þess ýmis dæmi að farskólinn hafi
reynst nemendum gjöfull náms- og reynslutími. Hitt er ljóst að hin þröngu kjör ollu
oft togstreitu í samskiptum kennara og fræðslunefnda sem gættu einkum hags-
muna foreldra og sveitarfélags.
Ein af ótilætluðum en fyrirsjáanlegum afleiðingum lagasetningarinnar 1907 var
sú að fljótlega dró úr skólasókn yngri barna (undir tíu ára aldri) í hlutfalli við eldri
börn, miðað við það sem viðgengist hafði um aldamótin. Að sama skapi var fræðsla
hinna fyrrnefndu í vaxandi mæli háð þeim sérstöku úrræðum sem heimilin gátu
boðið upp á. Þessi þróun kann að hafa magnað hinar mjög svo tíðu umkvartanir
skólayfirvalda og kennara þess efnis að heimilin stæðu ekki við kröfur laganna um
nauðsynlega undirbúningskennslu yngri barna í lestri og skrift. Ýmsir höfðu
þennan vanda til marks um að heimafræðslunni hefði hnignað frá fyrri tíð. Má vel
vera að efling skólahalds í kjölfar lagasetningarinnar hafi slævt ábyrgðarkennd
sumra foreldra að þessu leyti (Skólablaðið 1913 (7,9):139, Skjöl nr. 24, 40,197). Hitt er
þó fullt eins sennilegt að skólamönnum og kennurum hafi orðið starsýnna á „van-
rækslu" heimilanna vegna þess að þeir hneigðust með tímanum til að gera strang-
ari kröfur um kunnáttu og færni barnanna við upphaf skólagöngu (sbr. Skólablaðið
1912 (6,10):145—147).
I uppeldisfræðilegri orðræðu þessa tímabils birtist lestrarkennsla yngri barna
sem höfuðvandamál. Til lengdar reyndist þýðingarlaust að skella skuldinni ein-
hliða á heimilin eða treysta á einkaúrræði foreldra sem máttu sín margir lítils
sökum efnaleysis og menntunarskorts. í mörgum kaupstöðum og kauptúnum tóku
því sveitarstjórnir og skólanefndir að hafa forgöngu eða milligöngu um hálfopinber
úrræði í þessu efni. Þannig fetuðu menn sig áfram að því marki sem sett var með
lögunum 1926, bæði hvað varðar lækkun á prófaldri og heimild til að færa niður
skólaskyldualdurinn. Eru nokkur dæmi þess að staðaryfirvöld hafi ekki beðið boða
laganna til þess að opna skólana fyrir yngri börnum.
A þessu tímabili mótaðist öll orðræða skólamanna af þeirri framtíðarsýn að
aukin og almenn skólavæðing væri forsenda fyrir verulegum úrbótum á skyldu-
fræðslu barna og þar með allri alþýðumenntun í landinu. Heimildir eru sagnafáar
um viðhorf óbreyttra foreldra til úrlausnarefnisins; en geta má sér þess til að margir
þeirra, einkum til sveita, hafi verið mótfallnir þessari skólavæðingarstefnu og hefðu
heldur kosið lausnir á vanda barnafræðslunnar sem miðuðust við betrumbætur
innan ramma heimafræðslunnar. En fyrir gildi slíkra lausna var satt að segja örðugt
að færa sannfærandi rök á þessum tíma sem var rétt að sigla inn í símaöld og þekkti
enga þráðlausa samskiptatækni. Öðru máli mætti gegna á þeirri öld alnets og
veraldarvefs sem nú er runnin upp.
20
á