Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 57
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
Tafla 8
Fylgni á milli reykinga, áfengisneyslu og hassneyslu
9. bekkur 10. bekkur
Reykingar Hassneysla Reykingar Hassneysla
Áfengisneysla Reykingar ‘p< 0,0001. 0,72* 0,35* 0,33* 0,68* 0,39* 0,45*
hverju (0,51, p<0,001) og c) reyki hass reglulega (0,40, p<0,001). Sem dæmi má taka
að 90% þeirra unglinga í 9. bekk, sem aldrei höfðu sjálfir reykt hass, voru mjög á
móti því að fólk prófaði að reykja hass samanborið við 24% þeirra sem sjálfir höfðu
prófað hass (%2(2)=204,5, p<0,001). Svipuð niðurstaða fékkst þegar unglingarnir
voru komnir í 10. bekk: 88% þeirra, sem aldrei höfðu reykt hass, voru mjög á móti
því að fólk prófaði að reykja hass samanborið við 29% þeirra sem sjálfir höfðu
prófað að reykja hass (%2(2)=278, p<0,001).
Tengsl á milli áfengisneyslu, tóbaksreykinga og hassneyslu
í Töflu 8 má sjá fylgni á milli áfengisneyslu, tóbaksreykinga og hassneyslu ungling-
anna, bæði þegar þeir voru í 9. og 10. bekk. Við fylgniútreikninga var miðað við
spurningu um hve oft á síðastliðnu ári unglingarnir hefðu neytt áfengis eða reykt
sígarettur og hvort þeir hefðu prófað hass eða ekki.
Eins og Tafla 8 gefur til kynna voru sterk tengsl á milli tóbaksreykinga og áfengis-
neysln unglinganna, sem þýðir að því oftar sem unglingarnir höfðu reykt á síðast-
liðnu ári þeim mun oftar höfðu þeir drukkið á sama tímabili. Sem dæmi um tengsl
reykinga og áfengisneyslu má nefna að 98,2% af þeim, sem reyktu að staðaldri,
sögðust drekka í 9. bekk, en 37,7% af þeim, sem ekki reyktu, sögðust drekka
(X2(l)=269,l, p<0,001). Svipaða sögu er að segja þegar þeir voru komnir í 10. bekk:
96,2% á móti 53,7% (x2(l)=141,6, p<0,001).
Eins og sjá má í Töflu 8 komu einnig fram tengsl á milli reykinga á sígarettum og
hassi. Því oftar sem unglingarnir höfðu reykt á síðastliðnu ári þeim mun líklegra var
að þeir hefðu prófað hass. Sem dæmi um þessi tengsl má nefna að af þeim sem
reyktu að staðaldri í 9. bekk sögðust 20,1% hafa prófað hass, en 1,1% þeirra sem
reyktu ekki (x2(l)=156,2, p<0,001), og í 10. bekk 40,9% á móti 3,4% (x2(l)=247,5,
p<0,001). Töluverður hluti þeirra sem reyktu hafði því prófað hass.
Af þeim sem sögðust drekka í 9. bekk og reykja jafnframt sígarettur að staðaldri
höfðu 7,2% prófað hass, en 1,3% þeirra sem drukku en reyktu ekki sígarettur (x2(l)=
59,2, p<0,001). Ári síðar nam þetta hlutfall 14% á móti 4,3% (x2(l)=116,7, p<0,001).
55