Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 36

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 36
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN formi getu nemendanna til aö flokka (a) þau níu þjálfunardæmi sem Iögð voru fyrir báða hópa án orðskýringa (A1-B4); (b) yfirfærsludæmin sjö (Y1-Y7). Öll voru tóndæmin tvítekin. Auk þess að flokka dæmin gáfu nemendur til kynna hversu vissir þeir væru um flokkunina með því að merkja við á 3ja-þrepa kvarða.11 Enn fremur voru nemendur beðnir að gera grein fyrir þeirri aðferð sem þeir beittu við flokkun dæmanna og einnig að tilgreina ástæður fyrir flokkun sinni á ákveðnum dæmum. Síðastnefndu gögnin voru notuð til að fá innsýn í hvað lægi að baki þrálátri misflokkun sumra dæmanna. (2) Sértekningarprófið. Meginhlutverk sértekn- ingarprófsins var að kanna hvaða áhrif reynsla af tóndæmunum og upplýsingar um flokkun þeirra hefði á sértekningu dæmahópsnemendanna. Prófið byggðist mjög á tilvísun í stíleinkennin átta sem notuð voru við þjálfun einkennahópsins (stefnufastir hljómar o.s.frv.). Til að prófið yrði nægilega merkingarbært fyrir nem- endur dæmahópsins voru þeim því (í tímanum fyrir prófið) gefnar sömu útskýr- ingar og veittar höfðu verið einkennahópnum fyrir tilraunirnar sextán (sjá bls. 32). A sértekningarprófinu voru 28 spurningar þar sem nemendur voru ýmist beðnir að (a) bera saman tvö tóndæmi og segja til um hvort dæmið endurspeglaði betur tiltekið einkenni (t.d. ójafnar hendingar); (b) flokka sértekningardæmi tónlistar- einkenna (S1-S8) sem A eða B stíl; (c) segja til um hvorum stílnum orðskýringarnar átta (t.d. stefnufastir hljómar) tengdust. Sjö spurningar prófuðu sértekningu hvers tónlistareiginleika (slags, hendinga, tónvefs og hljómferlis). Gagnasöfnun. I þjálfunarhluta rannsóknarinnar skráði höfundur flokkunarvillur hvers nemanda eftir dæmum fyrir hverja tilraun sérstaklega. Breytilegur villufjöldi eftir dæmum (bæði í þjálfun og á eftirprófum) ásamt skilgreiningum sérfræðing- anna á eiginleikum dæmanna voru síðan notuð til að álykta: (a) um áhrif þeirra upplýsinga sem nemendur (í einkennahópi) fengu um dæmigerð stíleinkenni átta þjálfunardæmanna (S1-S8) á flokkun þeirra á hinum níu (A1-B4) og á yfirfærslu- dæmunum sjö (Y1-Y7), en dæmin endurspegluðu illa afmörkuð hugtök að undan- skildum frumgerðunum B4 (0. J0) og Y3 (1111); (b) eftir hvaða tónlistareiginleikum (slagi, hendingum, tónvef eða hljómferli) nemendur færu helst við stílflokkunina; (c) að hvaða marki nemendur (í dæmahópi) sértækju stíleinkennin án beinna upp- lýsinga um þau; (d) hvort nemendur beittu flokkunaraðferðum í samræmi við spár dæma- eða frumgerðarkenningar. Þar sem fram kom marktækur munur á villufjölda hópanna eftir fyrstu tilraun voru gögn er vörðuðu þjálfunaraðferðirnar greind með einhliða samvikagreiningu (ANCOVA) þar sem samvikinn (covariate) var villufjöldi í fyrstu tilraun.12 Þessari greiningaraðferð var þó aðeins beitt ef samvikinn hafði marktæka fylgni við þá fylgibreytu sem greind var (villur á A1-B4 í þjálfun og á eftirprófi; og eftirprófs- villur fyrir Y1-Y7). Við greiningu á áhrifum tónlistareinkennanna átta á flokkunar- villur á sértekningarprófinu var beitt tvíhliða dreifigreiningu (einkenni x hópar) 11 Kvarðinn var 1 = algjör ágiskun, 2 = mitt á milli, 3 = alveg viss. Þetta vissumat var eitt af því sem notað var til að álykta um þá flokkunaraðferð sem nemendur beittu (sjá nánar á bls. 39). 12 Samvikagreining (analysis of covariance) tekur mið af upphaflegum mun á meðaltalsvillum hópanna við endanlegan marktækniútreikning. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.