Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 42

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 42
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN Það er engin launung að rannsókn mín tók mið af þessari gagnrýni. Niðurstöður hennar styðja hana þó ekki, a.m.k. ekki hvað varðar kennslu stíllæsis í tónlist. Nem- endum einkennahópsins, sem fengu upplýsingar um átta dæmigerð einkenni illa afmarkaðra stíltegunda, gekk betur að iæra þjálfunardæmin (A1-B4) og þeir flokk- uðu réttar ný dæmi (Y1-Y7) heldur en nemendur dæmahópsins eftir jafn langa reynslu og sömu endurgjöf. Þetta bendir til að nemendur einkennahópsins hafi búið yfir fjölbreyttari vísbendingum og að þær hafi komið þeim til góða, þrátt fyrir tíðar undantekningar dæmanna frá hverju einstöku sérkenni. Af fjórum eigin- leikum sem breyttust á kerfisbundinn hátt eftir stíl (slagi, hendingaskipun, tónvef og hljómferli) var þykkt tónvefsins eina einkennið sem nemendur dæmahópsins sértóku. Þeir voru því mjög berskjaldaðir fyrir undantekningum frá þessu eina sérkenni. Nemendur frumgerðarhópsins vöru það miklu síður þar sem þeir höfðu fleiri vísbendingar við að styðjast. Bæði flokkunarvillur og ritaðar athugasemdir nemendanna styðja þessa niðurstöðu. í stuttu máli: sundurgreining kom að gagni. Tónmenntarkennarar mættu auk þess hugleiða eftirfarandi niðurstöður þessarar rannsóknar. Nútímaunglingar virðast lítt næmir fyrir frávikum sígildrar tónlistar frá taktföstu slagi og reglubundinni hendingaskipan.18 Telji kennarar næmi fyrir þessum eiginleikum tónlistar nokkurs virði þurfa þeir að gefa þjálfun þeirra sér- stakan gaum. Greining á þeim ástæðum, sem nemendur gáfu fyrir stílflokkun sinni skriflega, leiddi í ljós tilhneigingu til að eigna aðeins öðrum stílnum ákveðið tilfinningainntak og byggja síðan flokkun eingöngu á því (t.d. A-stíllinn er glaðlegri - B-stíllinn sorglegri). Þessi tilhneiging var eðlilega margfalt meira áberandi meðal nemenda dæmahópsins. Utskýra þarf fyrir nemendum að tónlist hefur á öllum tímabilum túlkað allt svið mannlegra tilfinninga, því gefi tilfinningainntak eitt og sér, þótt mikilvægt sé, ekki traustar vísbendingar um stíltímabil. Að síðustu ættu kennarar stöðugt að brýna fyrir nemendum að við stílflokkun tónlistar þurfi að hyggja að mörgum vísbendingum í senn. Kannski er það einmitt glíman við hina hálu marg- ræðni listanna (í ætt við margræðni lífsins sjálfs) sem gerir þær að þroskandi við- fangsefni fyrir alla skólanemendur. 18 Er hugsanlegt að langvarandi hlustun á hamrað slag rokktónlistar geri fólk ónæmara fyrir slagi í klassískri tónlist? 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.