Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 14

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 14
KENNSLA HEIMA OG Í SKÓLA lögbundna réttar, skorti enda reynslu og þjálfun í félags- og fundarstörfum (Skóla- blaðið 1908 (2,14):54). Strax árið 1908, þegar lögin tóku gildi, kom fræðslumála- stjórnin til móts við ítrekaðar óskir fræðslunefnda að hún léti þeim í té samræmda fyrirmynd að fræðslusamþykkt. Þar með voru íbúar í hverju héraði leystir að nokkru leyti undan þeirri ábyrgð sem þeim bar lögum samkvæmt. Hið eina sem þeir þurftu upp frá þessu að taka sjálfstæða afstöðu til var hvort starfrækja ætti farskóla eða eftirlitskennslu í héraðinu og í hve margar vikur á ári ætti að bjóða börnunum upp á farkennslu (Skólablaðið 1908, (2,18):75-76, Skjöl nr. 84). Það var ekki ágreiningsefni milli heimafræðslusinna og skólasinna að heimilin skyldu gerð ábyrg fyrir kennslu barna til tíu ára aldurs. Kröfurnar, sem voru með þessu móti gerðar til heimilanna, hljóðuðu upp á það að hvert heilbrigt tíu ára barn skyldi vera „nokkurn veginn læst og skrifandi..." (Lög um fræðslu barna 1907,1. gr.). Ef húsbændur fullnægðu ekki þessum kröfum, skyldi börnunum komið fyrir annars staðar á kostnað hinna fyrrnefndu. í reglugerð fastra skóla mátti þó ákveða annan hátt á kennslu yngri barna og eins var skólanefnd heimilt að sækja um leyfi til að stytta árlegan námstíma um einn mánuð til að rýma fyrir kennslu 8-10 ára barna haust eða vor (Lög um fræðslu barna 1907, 1. og 6. gr.). En hin almenna laga- regla var sú að heimilin skyldu annast fræðslu yngri barna. Þessi lagaákvæði héldust óbreytt til 1926; þá var einstökum skólahéruðum - svo nefndist þá hver hreppur eða kaupstaður - með nýjum barnafræðslulögum heimilað að skipa fyrir um skólaskyldu 7-9 ára barna (Lög um fræðslu barna 1926,10. gr.). Jafnframt var stefnt að því að farskólabörn fengju að minnsta kosti tólf vikna kennslu á ári (7. gr.). Öllum börnum 8-14 ára var nú skylt að koma árlega til vor- prófs. Sýndu próf 8-10 ára barna í einhverju skólahéraði að börnin fengju ekki nægilega fræðslu, mátti fræðslumálastjórnin ákveða skólaskyldu fyrir þau. Að öðru leyti fólu nýju lögin ekki í sér markverðar breytingar varðandi það efni sem hér er til umfjöllunar. UMFANG HEIMAFRÆÐSLUNNAR Þrennt kemur einkum til álita þegar meta skal þátt heimilanna í barnafræðslu á þessu tímabili: 1) Hversu algengt var að börn undir tíu ára aldri sæktu skóla? 2) Hve mikið var um það að börnum tíu ára og eldri í fræðsluhéruðum væri kennt heima undir eftirliti? 3) Hve mörg börn tíu ára og eldri í fræðsluhéruðum fengu farkennslu að lögbundnu lágmarki eða þaðan af minna? Þessu til viðbótar er að gæta að þeim börnum tíu ára og eldri sem fengu undanþágu frá opinberri kennslu eða nutu kennslu í einkaskóla. 22 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.