Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 16
14
Árbók Háskóla íslands
gæfilega og bæta við það sínum aukatil-
lögum og athugasemdum. Verður það
mikið verk og ábyrgðarfullt. Þar við bætist,
að verk þetta verður einnig að vinnast
nokkuð skjótt, því þróunin er mjög hröð og
tími því naumur, enda er auðsætt, að sum
atriði eru þess eðlis, að viðbúið er, að til
lagasetningar komi um þau.
Eigi þykir rétt á þessari stundu að geta
annars og meira um nefndarálitið, þar sem
rektor fjallar ekki einn um það, en ég fagna
því, að nefndarálitið skuli vera komið fram,
og sem einstaklingur get ég lýst því, hversu
fylgjandi ég er meginstefnu þess.
Tvennt í álitinu þarf samt skjótra aðgerða
við. Annað er byggingaþjónustan, hitt er
samstarfsnefnd háskólans við mennta-
málaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Hvort
tveggja gerir alla stjórnsýslu háskólans mun
fljótvirkari og einfaldari en verið hefur.
Nú er fyrir höndum að koma upp hús-
næði bæði fyrir lagadeild, verkfræðideild og
ekki síst tannlæknadeild. Enn fremur er
bráðnauðsynlegt að byrja að leysa húsnæð-
isþörf læknadeildar, sem óhjákvæmilega
verður að gerast í áföngum, þannig að hver
áfangi verði fullgerður og tekinn í notkun á
sem skemmstum tíma. Hef ég þegar hafið
frumundirbúning að því að koma upp
byggingaþjónustu og mun leggja málið fyrir
háskólaráð og hæstvirtan menntamálaráð-
herra, þegar einhver sómasamleg mynd er
komin á það. Ákveðið tilefni hefur hins
vegar orðið til þess, að í orði kveðnu má
segja, að reynt hafi á samstarfsnefnd þá,
sem um getur, þótt mikilvægi málsins hafi
valdið því, að formsatriða var ekki unnt að
gæta, þar sem allt var undir því komið að
hraða málinu sem mest.
Mikið hefur miðað áleiðis í húsnæð-
ismálum. Ber fyrst að telja Árnagarð, sem
innan nokkurs tíma verður fullgerður, en
þegar er búið að taka húsið í notkun.
Skapast þar möguleikar á að koma upp
stofnunum í sögu, bókmenntasögu og mál-
vísindum, sem ærið lengi hefur verið brýn
þörf á. Hins vegar er augljóst að þær verða
ekki fullmótaðar í einni svipan margra hluta
vegna.
Pá standa vonir til, að háskólinn fái
Atvinnudeildarhúsið allt til umráða að ári
liðnu, ef vel gengur. Og mjög mikilsvert er,
að takast skyldi að fá gamla Iðnskólahúsið í
Vonarstræti leigt til fjögurra ára.
Sívaxandi stúdentafjöldi gerir þó að
verkum, að nú þegar verður að skyggnast
fram í tímann til þess að finna ráð til að taka
við fjölguninni, en öllum er kunnugt,
hversu ör hún verður.
Fjölgunin leiðir óhjákvæmilega af sér
þörf á fjölgun námsbrauta og þá einnig
kennara. Nú þegar er kennsla í almennum
þjóðfélagsfræðum hafin þótt hún sé á
frumstigi; hún mun að vonum leiða til
kennslu í félagsráðgjöf. Náttúrufræði-
kennslan hefur verið stóraukin og bætt, svo
dæmi séu tekin. En allar deildir ala með sér
vonir og áform um aukna kennslu og bætta.
Aðstaða til æfingakennslu og hópkennslu
er nú orðin allt önnur en áður var við
tilkomu hinna nýju húsgagna. Pá er og vert
að geta þess, að gagnlegt mun vera að veita
eldri stúdentum tækifæri til kennslu yngstu
stúdenta undir handleiðslu kennara. En
mál málanna fyrir mér er að finna ráð og
leiðir til þess, að stúdentar geti notið til-
sagnar í ýmsum merkum stofnunum og
söfnum ríkis og atvinnuvega. Þetta merkir
eigi það, að háskólinn eigi að gleypa þessar
stofnanir, heldur hitt, að þar sem vér erum
mjög fámenn þjóð, þurfi möguleikarnir,
sem fyrir hendi eru, að nýtast sem best.