Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 136
134
Árbók Háskóla íslands
110. gr.
Stúdentum skal gefinn kostur á að velja
milli nokkurra kjörsviða í aðalgrein eða í
tengslum við hana. í því skyni má sækja
kennslu til háskóladeildanna að meira eða
minna leyti og í samráði við þær.
Námsstjórn ákveður kjörsvið, námskeið
hvers kjörsviðs og hvert skuli vera náms-
magn hvers námskeiðs.
111. gr.
Sérstakt kjörnám er stúdent heimilt að
stunda utan námsbrautar við hinar ýmsu
deildir skólans, með samþykki kennara í
aðalgrein, er umsjón hefur með námi
stúdents.
112. gr.
Fullnaðarprófi skal stúdent hafa lokið
innan 8 missera frá skrásetningu. Ef stúd-
ent lýkur ekki prófi skv. framansögðu
skal má nafn hans af stúdentaskrá náms-
brautarinnar, nema alveg sérstaklega
standi á, enda er þá námsstjórn heimilt að
veita undanþágu.
113. gr.
Námsstjórn er heimilt að setja reglur um
leiðbeiningar og umsjón með námi stúd-
enta, um skyldu þeirra til að leysa verk-
efni og taka þátt í æfingum í tengslum við
kennsluna og um skyldu þeirra til að halda
seminarerindi og skila ritgerðum um af-
mörkuð efni.
114. gr.
Próf skal halda í lok beggja missera, í
janúar og maí-júní. Heimilt er náms-
stjórn þó að halda próf á öðrum tímum.
115. gr.
Skriflegt próf skal haldið úr námsefni
hvers námskeiðs, og skal það vera sérstak-
ur prófhluti, þannig að stúdent þarf lág-
markseinkunnina 7 í honum. Heimilt er
samkvæmt ákvörðun námsstjórnar, að rit-
gerð komi að einhverju eða öllu leyti í stað
prófs. Heimilt er að halda auk þess munn-
legt lokapróf í aðalgrein, sem að einkunna-
gildi samsvari 10 námseiningum, þannig að
100 e komi til útreiknings lokaeinkunnar.
Lokaeinkunn er meðaltal einstakra ein-
kunna, vegið í hlutfalli við námseininga-
fjölda.
Heimilt er með leyfi háskólaráðs að
prófa í einu lagi úr námsefni fleiri nám-
skeiða en eins, svo og að ákveða að próf úr
námsefni tiltekinna námskeiða skuli vera
forpróf.
Heimilt er með leyfi háskólaráðs að gefa
einkunnir eftir öðrum einkunnastiga en
stofneinkunnum háskólans.
Ákvæði til bráðabirgða.
Reglur um kjörsvið gilda ekki um þá
stúdenta, sem eftir ákvörðun námsstjórnar
teljast á 2. ári náms haustið 1970.“
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 41.
gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla íslands,
sbr. 1. gr. laga nr. 112/1970, um breytingu
á þeim lögum, og öðlast hún þegar gildi.
/ menntamálaráðuneytinu, 22. júní 1971.
Gylfi Þ. Gíslason.
Birgir Thorlacius.