Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 135
Annáll
133
sömu réttinda og deildarfélög stúdenta
skv. háskólalögum og reglugerð háskól-
ans. Einn fulltrúi stúdenta í námsstjórn á
atkvæðisrétt við rektorskjör eftir ákvörðun
aðalfundar í námsbrautarfélaginu.
e. Námstilhögun og próf.
104. gr.
Kennslugreinar eru þessar:
1.1. Félagsfræði.
1.2. Stjórnmálafræði.
2.1. Hagfræði.
2.2. Sálarfræði.
2.3. Tölfræði.
3.1. Kjörsvið.
4.1. Sérstakar kjörgreinar.
105. gr.
Hverri kennslugrein er skipt í námskeið.
Námsmagn hvers námskeiðs er metið í
námseiningum (e), þannig að hver eining
svari sem næst til einnar misserisviku-
stundar.
Skiptingu í námskeið og mat þeirra til
námseininga ákveður námsstjórnin.
Um hvert námskeið má námsstjórn gera
það skilyrði, að á undan því sé lokið
tilteknum námskeiðum öðrum.
106. gr.
Námsbrautin stefnir að almennu bacca-
laureus-prófi í almennum þjóðfélags-
fræðum. Sá, er fullnaðarprófi lýkur frá
námsbrautinni, ber heitið baccalaureus ar-
tium (B.A.) í almennum þjóðfélagsfræð-
um.
Að loknu fullnaðarprófi skal bacca-
laureus fá prófskírteini, sem formaður
námsstjórnar undirritar.
107. gr.
Til B.A.-prófs í almennum þjóðfélags-
fræðum skal ljúka námskeiðum og
prófum, sem þeim fylgja, svo að nemi
a. m. k. 90 e. Þar af skal tiltekinn fjöldi,
allt að 30 e, vera í undirbúningsnám-
skeiðum, tiltekinn lágmarksfjöldi í einni
grein, aðalgrein, og tiltekinn lágmarks-
fjöldi á kjörsviði aðalgreinar. Þeim eining-
um, sem þá eru umfram, skal verja í frjálst
kjörnám.
108. gr.
Skylt er stúdentum að ljúka undirbún-
ingsnámskeiðum í félagsfræði, stjórnmála-
fræði, sálarfræði, hagfræði og tölfræði.
Námsstjórn ákveður nánar námsmagn
hvers námskeiðs. Stefnt skal að því, að
nám á undirbúningsnámskeiðunum sé sem
mest sameiginlegt öllum stúdentum í al-
mennum þjóðfélagsfræðum.
Stúdent skal hafa lokið undirbúnings-
námskeiðum innan þriggja missera frá
skrásetningu. Ef út af bregður, skal má
nafn hans af stúdentaskrá námsbrautarinn-
ar, nema alveg sérstaklega standi á, enda
er þá námsstjórn heimilt að veita undan-
þágu.
109. gr.
Aðalgreinar almennra þjóðfélagsfræða
eru félagsfræði og stjórnmálafræði.
Námsstjórn ákveður námskeiðaskipt-
ingu innan aðalgreina og hvert skuli vera
námsmagn hvers námskeiðs.
Námskeið í skyldukjarna hvorrar aðal-
greinar um sig eru sameiginleg öllum stúd-
entum í þeirri grein. Stefnt skal þó að því
að taka sem ríkast tillit til sérþarfa hvers
stúdents, og skulu kennsluhættir sem mest
við það miðaðir.