Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 21
Ræður rektors Háskóla íslands
19
Ur ræðu rektors við afhendingu profskirteina 14. februar 1970
Um þessar mundir standa til allmiklar
breytingar á námstilhögun. Eigi hefur enn
verið formlega frá þeim gengið, en ljóst er,
að þær munu sumar verða til þess að
steypa háskólann í töluvert annað mót en
verið hefur. Og við bætist, að stúdenta-
fjöldinn vex frá ári til árs.
Ríkisvaldið hefur sýnt málum þessum
áhuga, og er ávöxtinn að finna í skýrslu
háskólanefndarinnar um eflingu háskól-
ans. Um þessa skýrslu hefur verið fjallað
innan deilda og fara senn að berast álit
þeirra og tillögur. Helstu tillögur verk-
fræði- og raunvísindadeildar, sem borist
hafa, eru þær, að nám í byggingaverkfræði,
véla- og skipaverkfræði og rafmagnsverk-
fræði standi í fjögur ár og ljúki með B.S.-
Prófi. Enn fremur verði hafin kennsla í
eðlisverkfræði og efnaverkfræði til fyrri
hluta prófs. Er lagt til, að innritun til náms
1 þessum greinum hefjist í haust. Kennsla í
öðrum raungreinum verði aukin til muna
°g miðist við þriggja ára nám og ljúki með
B-S.-prófi. í>á er lagt til, að kennsluárið
lengist um einn mánuð og verði því níu
mánuðir. í raun réttri er þetta staðfesting á
nngildandi reglugerðarákvæði um, að
kennsluárið sé frá 15. sept. til 15. júní.
Verkfræði- og raunvísindadeild hyggst
er)n fremur efna til framhaldsnámskeiða
fyrir þá, sem lokið hafa hinu fyrirhugaða
^•S.-prófi. Annars vegar séu sérhæfingar-
namskeið vegna kennslu eða ákveðinna
atvinnugreina; hins vegar séu námskeið til
frekari undirbúnings framhaldsnámi við
erlenda háskóla.
Merkt nýmæli, sem fyrirhugað er hjá
verkfræði- og raunvísindadeild, er það, að
hennslan verði skipulögð sem námskeið og
namsmagnið metið í námseiningum á
grundvelli þeirrar vinnu, sem stúdentar
þurfa að leggja af ntörkum. Leggur deildin
til, að ein námseining samsvari vikuvinnu
stúdents. Til þess að öðlast B.S.-prófið
fyrirhugaða þarf ákveðinn lágmarksfjölda
eininga, sem velja má saman á ýmsa vegu,
jafnvel frá mismunandi deildunt.
Að námsmagnið sé metið í námseining-
um er einnig ósk, sem Stúdentaráð hefur
sett fram til þess að opna möguleika á að
stúdent geti að vissu marki sótt sér náms-
efni til ýmissa deilda. Enda liggur það í
hlutarins eðli, að auka má fjölbreytni í
námi með því að rjúfa deildarmúrana, og
er fordæmið reyndar fyrir hendi, þar sem
nú þegar er hægt að stunda B.A.-nám í
verkfræði- og raunvísindadeild og heim-
spekideild.
Það er nokkuð ljóst, að lagadeild og
viðskiptadeild eru í þann veginn að verða
fullsetnar, miðað við atvinnuhorfur kandí-
data að loknu prófi. Virðast stúdentar
skynja þetta, og hefur straumurinn inn í
háskólann beinst mjög inn á svið raunvís-
inda og inn í heimspekideild.
Vissir þenslumöguleikar virðast mér
vera til innan heimspekideildar. Greinar
eins og íslensk fornleifafræði, þjóðhátta-
fræði og þjóðsagnafræði væru nokkuð
sjálfsagðar og gætu létt undir um fyrirsjá-
anlegan stúdentafjölda. Og ekki vil ég láta
hjá líða að minnast á listasögu, einkum
íslenska.
Háskólinn fer nú að ráðast í nokkuð
mikla byggingastarfsemi til þess að auka
kennslurými. Og hugsa þarf fyrir vistarver-
um handa stúdentum og stúdentahjónum.
í dag virðist mér einkum örðugt að koma
fyrir húsrýnti handa tannlæknadeild og hér
þarf að hafa hraðan á, því sé mál þetta ekki