Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 127
Annáll
125
flutti fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla íslands 9. nóv. 1971. Fyrirlestur-
inn nefndist „Klassískar bókmenntir og
nútíminn“. Hann var fluttur á rússnesku,
en túlkaður jafnóðum á íslensku.
Prófessor, Dr. g.m.s. Anatoly Larionov,
forstöðumaður jarðverkfræðideildar Há-
skólans í Leningrad, flutti tvo fyrirlestra í
boði verkfræði- og raunvísindadeildar Há-
skóla íslands 10. og 16. nóvember 1971.
Fyrri fyrirlesturinn nefndist „Jarðvísinda-
menntun í Sovétríkjunum", en sá síðari
„Verkfræðileg jarðfræði nú til dags“.
Fyrirlestrarnir voru fluttir á ensku.
Lord Maybry King, fyrrverandi forseti
Neðri málstofu breska þingsins, flutti fyrir-
lestur í boði lagadeildar og námsbrautar í
þjóðfélagsfræðum 11. desember 1971.
Fyrirlesturinn nefndist ”The Office of Mr.
Speaker".
Prófessor W. Glyn Jones frá University
College, London, flutti fyrirlestur í boði
Háskóla íslands 11. des. 1971. Fyrirlestur-
inn nefndist “European Symbolism and
Scandinavia“. Fjallaði hann um afstöðu
norrænna bókmennta til symbólismans í
Evrópu.
Hr. Irving Friedman, hagfræðingur frá
Alþjóðabankanum í Washington, flutti
fyrirlestur í boði lagadeildar Háskóla ís-
lands 16. maí 1972. Fyrirlesturinn, sem var
fluttur á ensku, fjallaði um „Ástand og
horfur í alþjóðapeningamálum frá sjónar-
hóli þróunarlanda annars vegar og þróaðra
landa hins vegar“.
Dr. Denis Williams CBE, Consultant
Neurologist og Senior Physician við The
National Hospital for Nervous Diseases og
The Institute of Neurology í Queen Square
í Lundúnum, hélt fyrirlestur á vegum
læknadeildar Háskóla íslands 13. júní
1972. Fyrirlesturinn nefndist “The Dis-
aster of The First Fit“.
Prófessor, dr. phil. Hans Kuhn frá Kiel
flutti fyrirlestur í boði Háskóla íslands 21.
ágúst 1972. Fyrirlesturinn, sem var fluttur
á íslensku, nefndist „Um skipun orða í
dróttkvæðum hætti“.
Prófessor, dr. sc. phil Bruno Kress frá
Háskólanum í Greifswald flutti tvo fyrir-
lestra í boði heimspekideildar Háskóla
íslands 17. og 19. október 1972. Fyrri
fyrirlesturinn nefndist „Verknaðarhættir
og horf sagna í íslensku“, en sá síðari
„íslenskar og þýskar sagnir (setningafræði-
legur samanburður)". Báðir fyrirlestrarnir
voru fluttir á íslensku.
Prófessor Áke Malmström frá Uppsala-
háskóla flutti fyrirlestur í boði Háskóla
íslands 20. mars 1973. Fyrirlesturinn, sem
var fluttur á sænsku, nefndist „Saman-
burðarrannsóknir í lögfræði. Vandamál og
aðferðir“.
Prófessor G. W. Anderson, D.D., Teol.
D., F.B.A., frá guðfræðideild Háskólans í
Edinborg (New College), flutti tvo fyrir-
lestra í boði Háskóla íslands 3. og 5. apríl
1973. Fyrirlestrarnir fjölluðu um efnið:
“Two Hebrew Prophets: Isaiah and Jere-
miah“.