Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 151
Kaflar úr gerðabókum háskólans
149
um kjör fulltrúa í yfirstjórn framkvæmda
og um óánægju deildarinnar yfir því, að
háskólinn skuli aðeins eiga einn mann af
fimm.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum,
að háskólaráð fagni því, „að skriður skuli
kominn á byggingamál læknadeildar og
tannlæknadeildar", en jafnframt harmar
háskólaráð, að ekki skuli hafa verið haft
samráð við yfirvöld háskólans, rektor og
háskólaráð, áður en staðfestar voru „regl-
ur um yfirstjórn mannvirkjagerðar á
Landspítalalóðinni“ dagsettar3. nóvember
7. desember 1972.
Davíð Davíðsson prófessor og Torfi Ás-
geirsson deildarstjóri skipaðir í stjórn
mannvirkjagerðar á Landspítalalóð skv.
bréfi mrn. dags. 7. desember 1972.
14. desember 1972.
um og verkfræði- og raunvísindadeildar
um afnot af húsinu. Samþykkt samhljóða
tillaga frá Magnúsi Magnússyni prófessor
um að þjóðfélagsfræðinámsbraut fái til
afnota til 30. júní 1973 þau þrjú herbergi á
efri hæð loftskeytastöðvar, sem hún notar
nú, og auk þess herbergi, þar sem nú er
steinasafn dr. Trausta Einarssonar prófess-
ors, en annað húsnæði í húsinu verði nýtt
af VR-deild og Raunvísindastofnun.
30. nóvember 1972.
Félagsstofnun stúdenta
Háskólanum heimilað að greiða allt að 3,5
milljónum kr. sem óendurkræft vaxtalaust
framlag til viðgerðar á húseigninni Valhöll
við Suðurgötu 39 vegna Félagsstofnunar
stúdenta. (Bréf mrn. 27. 7. 72.)
15. ágúst 1972.
Fasteignakaup
Kaup á húseigninni Bjarkargötu 6 fyrir kr.
3,9 milljónir samþykkt á fundi háskólaráðs
30. október 1969.
Tilboð um kaup á 1. hæð og kjallara
Tjarnargötu 39. Kaupverðið 3 millj. 700
þús. Heimild til handa rektor og háskóla-
ritara um að festa kaup á húsnæðinu.
16. desember 1971.
Háskólaráð samþykkir að kaupa Ara-
götu 14 vegna enskunámsbrautar og mál-
stofu.
1 míirQ 1 Q7^
Loftskeytastöðin gamla
Mál þetta hefur oft verið á dagskrá vegna
agreinings námsbrautar í þjóðfélagsfræð-
Herdísarvík
Sem kunnugt er arfleiddi Einar Benedikts-
son skáld háskólann að jörðinni Herdísar-
vík. Áhugi hefur vaknað á síðari árum fyrir
því, að háskólinn nýti Herdísarvík í þágu
starfsemi sinnar. Háskólaráð fór í kynnis-
ferð þangað að afloknum háskólaráðsfundi
25. júní 1970, er lauk kl. 18.45. Hugur var í
mönnum að komast af stað, og var fundar-
gerð ekki lesin og staðfest fyrr en á næsta
fundi. Heppnaðist förin hið besta, og undu
háskólaráðsmenn hag sínum vel á þessum
kynngimagnaða stað. Engar ákvarðanir
voru teknar, en málin voru rædd.
Bréf fjármálaráðuneytisins 12. október
1970: Háskóla íslands er falið íbúðarhús í
Herdísarvík til ótímabundins halds og
forsjár' 22. október 1970.