Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 142
140
Árbók Háskóla íslands
Prófessor Magnús Már Lárusson 46
atkvæði.
Prófessor Þór Vilhjálmsson 25 atkvæði.
Prófessor Guðlaugur Þorvaldsson 2
atkvæði.
Prófessor Magnús Magnússon 1
atkvæði.
Auðir seðlar voru 4.
Var því prófessor Magnús Már Lárusson
réttkjörinn rektor Háskóla íslands frá 15.
september 1972 að telja til jafnlengdar
1975.
Kjörfundurinn fór fram í hátíðasal há-
skólans.
Varaforsetar háskólaráðs
gegndu rektorsstörfum í veikindum rektors
Magnúsar Más Lárussonar sem hér segir:
Prófessor Davíð Davíðsson frá 16. ágúst
til 15. sept. 1972; prófessor Jóhann Hann-
esson frá 15. sept. til 19. okt. 1972; pró-
fessor Jónatan Þórmundsson frá 19. okt.
1972 til 22. jan. 1973.
Nýr háskólaritari
Þann 1. ágúst 1971 lét Jóhannes L. L.
Helgason, hrl., af starfi háskólaritara að
eigin ósk og við tók Stefán Sörensson,
cand. jur.
Samstarfsnefnd um málefni Háskóla
íslands
Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Há-
skólaráð ályktar, að nú þegar eigi að
mynda öruggari og skjótvirkari tengsl milli
háskólans, menntamálaráðuneytisins og
fjármálaráðuneytisins en verið hefur um
fjárhagsmálefni háskólans. Uns öðruvísi
verður ákveðið, felur háskólaráð fyrst um
sinn rektor, háskólaritara og varaforseta
háskólaráðs að starfa með fulltrúum
menntamálaráðuneytisins og fjármála-
ráðuneytisins, tilnefndum af stjórn-
völdum, til að fjalla um nauðsynlegar
fjárveitingar, sem háskólaráð hefur lagt
20. nóvember 1969.
Próf. Guðlaugur Þorvaldsson kosinn af
hálfu háskólaráðs í samstarfsnefnd Há-
skóla íslands og ráðuneyta menntamála
og fjármála. L október 1970.
Próf. Guðmundur Magnússon kosinn í
samstarfsnefnd, en próf. Guðlaugur Þor-
valdsson hafði öskað eftir að verða leystur
undan störfum í nefndinni.
30. nóvember 1972.
Stjórnsýslunefnd
Eftirtaldir menn kosnir í nefnd til að
athuga stjórnskipulega stöðu Háskóla ís-
lands og stjórnsýslu innan hans og gera
frumdrög að endurskoðun laga og reglu-
gerðar háskólans: Dr. Gaukur Jörunds-
son, dr. Gunnar Thoroddsen og Þorsteinn
Pálsson, stud. jur. 29. júnf 19?2.
Nefndinni heimilað að fá Jóhannes L. L.
Helgason hrl. sér til aðstoðar.
28. september 1972.
Bókasafnsnefnd
Háskólaráð gerði á fundi sínum 18. febrúar
1971 svofellda samþykkt samhljóða:
„Bókasafnsnefnd er skipuð einum
manni frá hverri deild kjörnum á deildar-
fundi til tveggja ára í senn og einum
stúdent kjörnum af stúdentaráði til jafn-
langs tíma. Til viðbótar þeim, sem nú hafa
verið nefndir, kýs háskólaráð einn mann
úr hópi fastra kennara og skal hann vera
formaður nefndarinnar.