Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 106
104
Árbók Háskóla íslands
höfðu dugað honum vel í eigin starfi.
Verður hans því minnst sem eins þeirra
manna, er lögðu grundvöllinn að innlendri
verkmenntun og verkfræði.
Snorri Hallgrímsson, prófessor í hand-
læknisfræði í læknadeild, andaðist 27. jan-
úar 1973.
Hann var fæddur á Hrafnsstöðum í
Svarfaðardal 9. október 1912. Lauk emb-
ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands
1936. Hann hélt til framhaldsnáms í Dan-
mörku og Svíþjóð og dvaldist þar við nám
og rannsóknir 1936-43. Lagði hann þar
stund á almennar skurðlækningar, skapn-
aðaraðgerðir og bæklunarsjúkdóma. Lauk
doktorsprófi (med. dr.) frá Karolínska
háskólasjúkrahúsinu vorið 1943 og hélt
heim til íslands sama ár. Hlaut viðurkenn-
ingu sem sérfræðingur í handlækningum og
bæklunarsjúkdómum 15. júní 1948. Hann
aflaði sér óvenjulega víðtækrar menntunar
í handlæknisfræði og hélt margsinnis til
annarra landa til þess að kynna sér síðustu
nýjungar í skurðlækningum. Kynnti hann
sér nýjungar í handlæknisfræði í Bandaríkj-
unum á vegum Rockefeller-stofnunarinnar
1951-52 og aftur 1963. Réðst að Landspít-
alanum, handlæknisdeild, 1944 og var
skipaður yfirlæknir þeirrar deildar og pró-
fessor í handlækningum 1. september
1951.
Snorri Hallgrímsson var hinn mesti
fræknleiksmaður og búinn góðum íþrótt-
um. Ungur kenndi hann sund, bæði í
Svarfaðardal og á Siglufirði, og tæplega
þrítugur gerðist hann sjálfboðaliði í frelsis-
stríði Finna sem herlæknir og hlaut þrjú
heiðursmerki fyrir frækilega framgöngu í
að líkna særðum. Er heim kom skipaði
hann sér brátt í fremstu fylkingu lækna og
vísindamanna. Starfsorka hans og afköst
voru með óiíkindum. En hjartahlýja og
mannkærleikur voru jafnframt einkenni
hans. Var hann dáður af sjúklingum sínum
og hróður hans barst um landið. Var mælt,
að hann gjörði jafnvel hversdagslega hluti
frábærlega vel. Hann bjó yfir miklum
persónutöfrum og heillaði menn til sam-
starfs og afkasta. Hann vann öðrurn
mönnum meir að vexti og viðgangi Land-
spítalans, var m. a. í byggingarnefnd hans
frá 1952. Einnig vann hann að áætlanagerð
vegna byggingar læknadeildarhúss á
Landspítalalóð. í>á beindist starfsorka
hans einnig að áhugasviði hans í frístund-
um, fiskræktinni. Byggði hann í samvinnu
við aðra fiskræktarhús að Keldum og gerði
þar tilraunir. Á ferðum sínum erlendis
skoðaði hann fiskræktarstöðvar, og austur
í Landbroti stuðlaði hann að byggingu
fiskeldishúss í því augnamiði að rækta upp
skaftfellskar ár.
Snorri Hallgrímsson stóð á móturn nýs
tíma í skurðlækningum. Nýjungar ruddu
sér braut í kjölfar síðari heimsstyrjaldar-
innar og sparaði hann enga fyrirhöfn að
kanna þær og reyna hér. Var hann
brautryðjandi á mörgum sviðum skurð-
lækninga. Vísindahróður hans barst víða,
og var honum sýnd margskonar sæmd
erlendis meðal starfsbræðra sinna. Hann
ritaði fjölda greina um skurðlækningar í
innlend og erlend fræðirit, en einnig um
fiskrækt og laxeldi. Hann vann sumarlangt
að rannsóknum á sauðfjársjúkdómum.
Kærleiksstarf hans, vísindastarf og fram-
farastarf stóð með hæstum blóma, er hann
féll frá.