Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 115

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 115
Heimkoma handritanna 113 uöu, að þessar fornu bókmenntir eru undirstaöa íslenskrar menningar og sterk- asta vopn lítillar þjóðar í þeirri baráttu fyrir sjálfstæði, sem hún veit, að er eilíf. Skynsemi er tákn þeirra tíma, sem við lifum. Við íslendingar þurfum ekki að undrast, þótt erlendir menn spyrji, hvaða vit sé í því, að 200.000 manns séu að burðast við að halda uppi sjálfstæðu ríki á nyrstu mörkum mannlegrar byggðar. Ein- hverjir kunna að segja, að slík viðleitni sé dauðadæmd, nú á tímum stórreksturs og stórvelda. En þessum fámenna hópi, sem hér býr, hefur tekist að búa sér svipuð lífskjör og tíðkast í nálægum löndum. Það er í engu ósamræmi við lögmál skynsemi °g tækni, heldur þvert á móti samkvæmt þeim. Við erum að vísu fáir og smáir. En við erum stórir á þeim vettvangi í efna- hagslífí okkar, sem máli skiptir, fisk- veiðum og fiskvinnslu, þó að þar sé um þröngt svið að ræða. En það er samt ekki vegna þess, að þetta litla þjóðfélag getur húið þegnum sínum góð lífskjör, sem það á að halda áfram að vera til. Það er fyrst og fremst vegna hins, að hér býr sérstök þjóð, gömul þjóð, við forna menningu, sem er svo sjálfstæð, að hún endurnýjast eftir e>gin leiðum. Ekki aðeins okkar sjálfra vegna viljum við íslendingar halda áfram að vera þjóð °g efla íslenska menningu. Okkur finnst heimsmenningin verða við það fjölskrúð- ugri. Gildi smáþjóða og gamallar þjóð- ^tenningar er fólgið í því, að heimurinn verður fegurri, mannlífið göfugra. Hvað Utr> náttúruna, ef aðeins væri til eitt blóm? Hvað um manninn, ef við værum öll af Sauia toga spunnin? Fögnuður íslendinga yfir endurheimt andritanna er jafndjúpur og sannur og hann er vegna þess, að okkur finnst hún styrkja okkur í viðleitni okkar til þess að vera íslendingar, til þess að varðveita allt íslenskt. Við hinn danska starfsbróður minn, Helge Larsen, sem nú hefur afhent ís- lendingum tvo mestu dýrgripina meðal ís- lenskra handrita, við þá fulltrúa danska þjóðþingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar, sem hér eru staddir, við dönsku þjóðina segi ég á þessari stundu: Þið hafið drýgt dáð. Við litla frændþjóð hafið þið komið fram með þeim hætti, að hún mun aldrei gleyma því. Þið hafið sýnt þjóðum heims fordæmi, sem veraldar- sagan mun varðveita. Ég vona, að hér muni það sannast, að hið besta, sem mað- ur gerir sjálfum sér, sé að gera öðrum gott. Nú eru Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða komnar til íslands. Ég bið rektor Háskóla íslands, prófessor Magnús Má Lárusson, að koma hingað. Samkvæmt 2. grein handritasáttmálans milli Danmerkur og íslands tekur ríkis- stjórn íslands að sér, með atbeina Háskóla íslands, að varðveita og hafa umsjón með handritum þeim og skjalagögnum, sem til íslands verða flutt, í samræmi við reglur skipulagsskrár Legats Árna Magnússonar. Með tilvísun til þessa fel ég hér með Háskóla íslands að varðveita og hafa um- sjón með Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða. Afhenti nú menntamálaráðherra rektor Háskóla íslands handritin tvö og mælti: „Flateyjarbók ...“ (dynjandi lófatak). „Konungsbók eddukvæða“. (Aftur dynj- andi lófatak.) Síðan flutti rektor ræðu þá, sem hér fer á eftir. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.