Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 115
Heimkoma handritanna
113
uöu, að þessar fornu bókmenntir eru
undirstaöa íslenskrar menningar og sterk-
asta vopn lítillar þjóðar í þeirri baráttu
fyrir sjálfstæði, sem hún veit, að er eilíf.
Skynsemi er tákn þeirra tíma, sem við
lifum. Við íslendingar þurfum ekki að
undrast, þótt erlendir menn spyrji, hvaða
vit sé í því, að 200.000 manns séu að
burðast við að halda uppi sjálfstæðu ríki á
nyrstu mörkum mannlegrar byggðar. Ein-
hverjir kunna að segja, að slík viðleitni sé
dauðadæmd, nú á tímum stórreksturs og
stórvelda. En þessum fámenna hópi, sem
hér býr, hefur tekist að búa sér svipuð
lífskjör og tíðkast í nálægum löndum. Það
er í engu ósamræmi við lögmál skynsemi
°g tækni, heldur þvert á móti samkvæmt
þeim. Við erum að vísu fáir og smáir. En
við erum stórir á þeim vettvangi í efna-
hagslífí okkar, sem máli skiptir, fisk-
veiðum og fiskvinnslu, þó að þar sé um
þröngt svið að ræða. En það er samt ekki
vegna þess, að þetta litla þjóðfélag getur
húið þegnum sínum góð lífskjör, sem það á
að halda áfram að vera til. Það er fyrst og
fremst vegna hins, að hér býr sérstök þjóð,
gömul þjóð, við forna menningu, sem er
svo sjálfstæð, að hún endurnýjast eftir
e>gin leiðum.
Ekki aðeins okkar sjálfra vegna viljum
við íslendingar halda áfram að vera þjóð
°g efla íslenska menningu. Okkur finnst
heimsmenningin verða við það fjölskrúð-
ugri. Gildi smáþjóða og gamallar þjóð-
^tenningar er fólgið í því, að heimurinn
verður fegurri, mannlífið göfugra. Hvað
Utr> náttúruna, ef aðeins væri til eitt blóm?
Hvað um manninn, ef við værum öll af
Sauia toga spunnin?
Fögnuður íslendinga yfir endurheimt
andritanna er jafndjúpur og sannur og
hann er vegna þess, að okkur finnst hún
styrkja okkur í viðleitni okkar til þess að
vera íslendingar, til þess að varðveita allt
íslenskt.
Við hinn danska starfsbróður minn,
Helge Larsen, sem nú hefur afhent ís-
lendingum tvo mestu dýrgripina meðal ís-
lenskra handrita, við þá fulltrúa danska
þjóðþingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar,
sem hér eru staddir, við dönsku þjóðina
segi ég á þessari stundu:
Þið hafið drýgt dáð. Við litla frændþjóð
hafið þið komið fram með þeim hætti, að
hún mun aldrei gleyma því. Þið hafið sýnt
þjóðum heims fordæmi, sem veraldar-
sagan mun varðveita. Ég vona, að hér
muni það sannast, að hið besta, sem mað-
ur gerir sjálfum sér, sé að gera öðrum gott.
Nú eru Flateyjarbók og Konungsbók
eddukvæða komnar til íslands.
Ég bið rektor Háskóla íslands, prófessor
Magnús Má Lárusson, að koma hingað.
Samkvæmt 2. grein handritasáttmálans
milli Danmerkur og íslands tekur ríkis-
stjórn íslands að sér, með atbeina Háskóla
íslands, að varðveita og hafa umsjón með
handritum þeim og skjalagögnum, sem til
íslands verða flutt, í samræmi við reglur
skipulagsskrár Legats Árna Magnússonar.
Með tilvísun til þessa fel ég hér með
Háskóla íslands að varðveita og hafa um-
sjón með Flateyjarbók og Konungsbók
eddukvæða.
Afhenti nú menntamálaráðherra rektor
Háskóla íslands handritin tvö og mælti:
„Flateyjarbók ...“ (dynjandi lófatak).
„Konungsbók eddukvæða“. (Aftur dynj-
andi lófatak.)
Síðan flutti rektor ræðu þá, sem hér fer á
eftir.
8